fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Fókus
Mánudaginn 21. júní 2021 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjáningar Kötlu eru settar fram á ljóðrænan og músíkalskan hátt til að varpa sýn á alræmda eldfjallið, eðli þess og nýju Netflix-þáttaröðina sem ber nafn eldfjallsins.

Til að tengjast Kötlu rýndu tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og eldfjalla- og jarðskjálftafræðingurinn Kristín Jónsdóttir í gögn um skjáftavirkni eldfjallsins. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, sem leikur Grímu í þáttunum, ljáir fjallinu rödd sína í verkinu en henni til halds og trausts er verðlaunakórinn Cantoque.

Uppistaða verksins er ljóð samið af Högna og Andra Snæ Magnasyni. Rödd Guðrúnar Ýrar táknar svo innri rödd Kötlu þar sem hún syngur söguna sem lýsir samskiptum fólks og náttúru.

Eldfjallagögnin búa til stemningu, bakgrunn og hljóðheim fyrir verkið. „Inni í Kötlu eru mörg virk svæði sem hafa sína eigin jarðskjálftatíðni. Við tókum þessar tíðnir og breyttum þeim yfir í músíkalska tjáningu. Jarðskjálftavirknin er í raun samtal á milli þessara svæða – mismunandi raddir,“ segir Högni. Söngvararnir í kórnum ljá mismunandi svæðum rödd sína til að búa til flókið en samræmt hljóð náttútunnar.

Við skoðuðum gögn 20 ár aftur í tímann, hið nýja árþúsund. Við lítum á þetta verk sem upphafið á nýju tímabili – listaverk í leit af samhljómi fólks og náttúru sem fær okkur til að hlusta, finna og endurspegla. Jafnvel frumspekilegt rými þar sem maður og eldfjall sameinast,“ segir Högni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“

„Ég bara þrælaði mér út og var sjálf minn versti þrælahaldari“
Fókus
Í gær

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019

Sölvi birtir kafla úr bók sinni sem hann taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir árið 2019
Fókus
Í gær

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Eddunnar 2025

Tilnefningar til Eddunnar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta

Beggi Ólafs sýndi stelpunum hvernig Íslendingur gerir þetta