fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Þetta eru stærstu íslensku OnlyFans-stjörnurnar – Gyðjan á Spáni ber höfuð og herðar yfir aðra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 20:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um OnlyFans hefur ekki farið framhjá mörgum undanfarna mánuði en það mætti segja að í apríl hefði hún sprungið og allir og amma þeirra höfðu eitthvað um málið að segja. Áhrifavaldar fóru í hart og rökræddu um rétt kvenna til að selja efni sitt á miðlinum og skilaboðanna sem þetta sendi til barna. Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Sigga Dögg kynfræðingur voru þar fremstar flokki, hvor um sig öðrum megin við pólinn.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni gegn mánaðarlegu gjaldi. Allur gangur er á því hvers konar efni er deilt á síðunni. Einkaþjálfarar, listafólk og áhrifavaldar nota gjarnan síðuna en nekt og erótískt efni er lang vinsælast.

Áskrifendur greiða mánaðarlegt gjald og fá þar með aðgang að almennri síðu notandans. Síðan er hægt að kaupa meira efni, oft djarfara eða grófara efni, gegn aukalegu gjaldi. Áskrifendur geta einnig lagt fram beiðnir gegn gjaldi. Sumar beiðnir eru furðulegri en aðrar eins og önnur íslensk kona greindi frá í viðtali við DV.  „Ég var beðin um að kúka á myndbandi og pissa í glas og drekka það. Ég myndi aldrei gera það,“ sagði hún og hló.

Sjá einnig: Furðulegasta beiðnin sem íslensk kona hefur fengið á OnlyFans: „Ég myndi aldrei gera það“

DV hefur fjallað talsvert um OnlyFans. Í september 2020 steig Karen, íslensk kona á þrítugsaldri, fram í viðtali og sagðist græða tá og fingri á miðlinum. Hún sagði íslenska karlmenn vera meirihluta aðdáenda hennar.

Skjáskot/Twitter

Þetta eru stærstu OnlyFans-stjörnur Íslands. Ljóst er að listinn sé langt frá því að vera tæmandi og starfa mun fleiri Íslendingar við að selja efni á síðunni heldur en koma hér fram. Þetta eru þeir notendur sem hafa komið fram í viðtölum og auglýsa síður sínar opinberlega og undir nafni.

Athyglisvert er að margar þeirra þekkjast og framleiða gjarnan efni saman. Það olli talsverðu fjaðrafoki þegar Dominos-búningurinn var notaður í íslensku klámmyndbandi í maí síðastliðnum. Meðal þeirra sem komu fram í myndbandinu og koma einnig fram hér að neðan eru Ósk Tryggvadóttir, Ingólfur Valur Þrastarson og Edda Lovísa Björgvinsdóttir.

Stærstu OnlyFans-stjörnur Íslands

Ósk Tryggvadóttir

Ósk Tryggvadóttir, 23 ára, hefur verið á OnlyFans í rúmlega tvö ár. Hún vakti landsathygli í apríl þegar hún steig fram í viðtali, ásamt Ingólfi Vali Þrastarssyni, í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þau ræddu um hvernig það er að vera á OnlyFans og hvað felst í starfinu.

Mánaðaráskrift hjá Ósk kostar 2400 krónur (20 dollara) en eins og með flesta notendur OnlyFans þá er hægt að kaupa „magntilboð,“ það er nokkra mánuði í einu og þá er hver mánuður ódýrari en stakur mánuður.

Áskrifendafjöldi Óskar kemur ekki fram á síðunni hennar en hún hefur deilt 566 myndum og 252 myndböndum þegar greinin er skrifuð og fengið tæplega 34 þúsund „likes.“ Það er þó aðeins um myndefni að ræða sem birtist á síðunni, ekki annað efni sem Ósk rukkar aukalega fyrir.

Ingólfur Valur

Ingólfur Valur Þrastarson, 25 ára, er vinur og herbergisfélagi Óskar og framleiða þau reglulega efni saman fyrir OnlyFans. Ingólfur hefur áður sagt í viðtali að hann er ekki í aðalhlutverki í myndböndunum, heldur konurnar sem hann stundar kynlíf með. Hann framleiðir ekki „sóló“ efni og reynir að höfða til gagnkynhneigðra karla.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @ingolfurvalur

„Ég segi þetta alltaf, ég er bara prop,“ sagði Ingólfur í Eigin Konur og átti þá við að hann sé nokkurs konar fylgihlutur í myndböndunum.

Ingólfur hefur birt 68 myndir og 40 myndbönd á síðu sinni. Mánaðaráskrift er á sérstöku tilboði núna og kostar rúmlega 1500 krónur. Sama og með Ósk þá er hægt að kaupa fleiri mánuði í einu og þá kostar hver mánuður minna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arna Karls (@arnakarls)

Arna Bára

Örnu Báru Karlsdóttur-, 33 ára, þarf ekki að kynna. Hún er án efa stærsta OnlyFans-stjarna Íslands og ein stærsta OnlyFans-stjarna heims. Hún er með yfir 109 þúsund áskrifendur sem greiða mánaðarlegt gjald. Svo má ekki gleyma að stór hluti teknanna kemur frá sölu efnis sem er rukkað aukalega fyrir og beiðnum áskrifenda.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arna Karls (@arnakarls)

Arna Bára hefur grætt á tá og fingri á síðunni. DV ræddi við hana í mars 2020 og hún sagðist hafa margfaldað tekjurnar sínar í Covid-kreppunni á Spáni. Í mars 2021 greindi hún frá því í viðtali við Vísi að hún ætlaði að borga upp 600 milljóna króna megavillu á tveimur árum. Í villunni, sem er 1650 fermetrar, er meðal annars rækt og risasundlaug.

Arna Bára hefur hlaðið upp 5020 myndum og 228 myndböndum á OnlyFans. Það er þó ert að taka fram að myndböndin sem Arna framleiðir aukalega eru frá með talin.

Mánaðaráskrift er 3600 krónur en tímabundið er hægt að kaupa þrjá mánuði á 90 prósent afslætti.

Edda Lovísa Björgvinsdóttir

Edda Lovísa Björgvinsdóttir er tvítug og mjög virk á OnlyFans.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Edda lovísa👾 (@eddalovis)

Hún hefur hlaðið upp yfir 738 færslum á OnlyFans, 790 myndum og 137 myndböndum þegar greinin er skrifuð.

Edda Lovísa er einnig mjög virk á Twitter undir notendanafninu Skyler Grace og birtir þar einnig stutt erótísk myndbönd til að auglýsa OnlyFans-síðu sína.

Mánaðaráskrift er venjulega 20 dollarar, sem virðist vera standardinn í áskrift á OnlyFans, en út júní er hægt að fá 50 prósent afslátt.

Klara Sif

Klara Sif Magnúsdóttir hefur verið mjög opinská um tilvist sína á OnlyFans og tekjurnar sem hún hefur þaðan, bæði á TikTok og í viðtölum. Í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur greindi hún frá því að hún hefði þénað fimmtán milljónir króna frá ágúst 2020 til apríl 2021.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Klara Sif (@klarasif)

Á OnlyFans getur þú keypt aðgang að síðu Klöru á 20 bandaríkjadali eða um 2400 krónur. Klara selur einnig áskrifendum sérstakt myndefni sem þeir greiða aukalega fyrir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birta Blanco (@birtablanco)

Birta Blanco

Birta Blanco, 23 ára  steig fram í viðtali við Stundina og greindi frá því að hún hefði verið tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans. Hún sagðist jafnframt vita af því að hún væri ekki eina móðirin á OnlyFans til að vera tilkynnt til barnaverndar.

Birta er tveggja barna móðir og í viðtalinu sagðist hún ekki mæla með vændi eftir að hafa stundað það sjálf en sagðist líða vel á OnlyFans.

Nokkrar af okkar skærustu OnlyFans-stjörnum vinna oft saman og hefur til að mynda Birta framleitt efni með Ingólfi Vali og Ósk Tryggva.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birta Blanco (@birtablanco)

Mánaðaráskrift hjá Birtu er venjulega 2400 krónur en um þessar mundir stendur yfir svakalegt tilboð 85 prósent afsláttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set