fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Sakamál: Steig upp í bílinn hjá hjónunum til að fá far – Losnaði ekki úr prísundinni fyrr en 7 árum síðar

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. júní 2021 21:30

Mynd/Samsett - Cameron Hooker og Colleen Stan - Húsið í Kaliforníu þar sem Colleen var haldið í byrjun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1977 var Colleen J. Stan á puttaferðalagi í Bandaríkjunum. Stan var vanur ferðalangur og steig ekki inn í bíla hjá fólki sem hún treysti ekki. Þegar hjónin Cameron og Janice Hooker buðu henni far hafði hún þegar neitað fari með tveimur öðrum bílum. Hún treysti hjónunum, sérstaklega þar sem þau voru með barnið sitt með í bílnum. Colleen steig því upp í bláa bílinn þeirra en í kjölfarið tók við 7 ára löng martröð.

Cameron Hooker var á þessum tíma starfsmaður í viðarverksmiðju. Hann og Janice höfðu ákveðið að ræna stelpu sem yrði gerð að þræli þeirra. Fram að þessu hafði Cameron verið að kynnast BDSM-kynlífi ásamt Janice. Þau höfðu komist að samkomulagi um að Cameron mætti ekki stunda leggangasamfarir með stelpunni sem þau ætluðu að ræna. Það samkomulag átti þó eftir að breytast.

Skömmu eftir að Colleen var komin í bíl hjónanna var kominn hnífur upp að hálsi hennar. Cameron hélt á hnífnum og keyrði í átt að húsi sínu í Kaliforníu. Þegar þangað var komið var Colleen bundin upp á höndunum og Cameron beitti hana líkamlegu ofbeldi. Eftir það stunduðu Cameron og Janice kynlíf fyrir neðan hana, á meðan hún hékk bundin.

Því næst var Colleen sett í lítinn kassa og var hún geymd þar nánast allan sólarhringinn eða í 23 tíma á dag. Þegar hún var ekki í kassa var hún pynduð af hjónunum þar til í janúar árið 1978, þá var hún látin skrifa undir samning um að vera þræll hjónanna.

Cameron og Janice Hooker

Hótanir um valdamikinn söfnuð

Á meðan Colleen var í kassanum sá hún mynd af annarri stelpu í gegnum rifu á kassanum. Myndin var af Marie Elizabeth Spannhake sem hvarf, en lík hennar fannst aldrei. Henni hafði verið rænt af hjónunum í sama tilgangi og Colleen.

Cameron taldi Colleen trú um að hann væri hluti af söfnuði sem kallaðist „The Company“ og hótaði henni öllu illu ef hún myndi svo mikið sem reyna að flýja. Hann sagði að „The Company“ væri íburðarmikill og valdamikill söfnuður sem myndi pynda Colleen og fjölskyldu hennar ef hún myndi gera tilraun til að komast í burtu frá þeim.

Colleen var alltaf kölluð „K“ af hjónunum. Þá átti hún að kalla Cameron meistara en auk þess mátti hún ekki tala án leyfis. Henni var nauðgað reglulega af Cameron á milli þess sem hún var læst í kassanum.

Hooker fjölskyldan flutti síðan úr húsinu og fóru til Red Bluff í Kaliforníu, þau tóku Colleen með sér. Í Red Bluff settust þau að og bjuggu í heimili á hjólum. Colleen var geymd í viðarkassa undir vatnsrúmi hjónanna en Janice eignaðist annað barn sem hún fæddi í rúminu á meðan Colleen var læst í kassanum undir rúminu.

Aukið frelsi

Colleen segir að það sem hafi haldið henni á lífi hafi verið kristin trú hennar en hennar mesti ótti var „The Company“. Cameron minntist á söfnuðinn daglega og Colleen gerði því sitt besta í að fara eftir því sem hann sagði henni að gera. Hlýðni hennar gerði það að verkum að hún fékk fljótlega meiri fríðindi, hún fékk að fara út að skokka, vinna í garðinum og einnig passaði hún börn hjónanna. Þá hjálpaði hún Cameron að byggja dýflissu en markmiðið hans var að fá fleiri þræla eins og Colleen.

Þrátt fyrir að Colleen hafi á þessum tíma verið með ólæstar dyr, nágranna og síma þá gerði hún enga tilraun til að flýja. Ástæðan var óttinn við söfnuðinn og hótanirnar um pyndingar á fjölskyldu hennar.

Colleen fékk meira að segja að heimsækja fjölskylduna sína árið 1981 en hún sagði þeim ekkert frá því sem var í gangi, af sömu ástæðu og hún reyndi ekki að flýja. Fjölskylduna hennar grunaði að Colleen hefði gengið í einhvers konar söfnuð þar sem hún var í heimagerðum fötum, ekki með neinn pening og hafði ekki verið í neinu sambandi við þau undanfarin ár. Þau sögðu þó ekkert um það þar sem þau vildu ekki styggja hana en þau óttuðust að hún kæmi þá aldrei aftur.

Daginn eftir heimsóknina kom Colleen aftur, í þetta skiptið með Cameron sem sagðist vera kærastinn hennar. Colleen var ánægð með að fá að heimsækja fjölskylduna sína, sérstaklega þar sem fjölskylda hennar tók mynd af „kærustuparinu“.

Myndin sem tekin var af „kærustuparinu“

Sett aftur í kassann

Eftir heimsóknina óttaðist Cameron að hann væri búinn að gefa Colleen of mikið frelsi. Þegar heim var komið læsti hann hana aftur í kassanum undir rúminu. Þar var hún geymd í 23 tíma á sólarhring næstu 2 árin. Hún gerði þarfir sínar í kopp sem hún setti undir sjálfa sig. Hún mátti ekki gefa frá sér nein hljóð og varð að liggja alveg kyrr allan tímann sem hún var í kassanum. Lítið súrefni komst í kassann en sumrin voru sérstaklega slæm þar sem hitastigið hækkaði til muna í kassanum.

Börnum hjónanna, sem höfðu nú kynnst Colleen á meðan hún passaði þau, var sagt að hún hefði farið heim til sín. Þegar börnin voru farin að sofa tók Cameron Colleen úr kassanum til að gefa henni að borða og svo pyndaði hann hana.

Eiginkonan steig fram

Það var ekki fyrr en árið 1983 sem Colleen fékk loksins að losna úr kassanum. Hún kynntist börnunum og nágrönnunum á ný og fékk meira að segja að vinna sem þjónustukona á gistiheimili. Cameron vildi á þessum tíma að Colleen yrði hans önnur eiginkona en það leist Janice ekki á. Árið 1984 sagði hún Colleen sannleikann, að Cameron væri ekki hluti af söfnuðinum.

Colleen flúði í kjölfarið því óttinn hennar um söfnuðinn var úr sögunni. Hún fór á strætóstöð og hringdi þaðan í Cameron. Hún sagði Cameron að hún væri að fara frá honum en við það fór hann að gráta.

Mánuðir liðu eftir þetta en Colleen lét lögregluna ekki vita af því sem hafði gerst. Ástæðan fyrir því var sú að Janice hafði beðið hana um að gera það ekki, hún vildi að Cameron fengi tækifæri til að bæta ráð sitt. Þremur mánuðum eftir að Colleen slapp ákvað Janice þó að tilkynna lögreglunni sjálf um hvað eiginmaður hennar hafði gert. Ásamt því að hann rændi Colleen og Marie Elizabeth hafði Cameron pyndað Janice. Þá hélt Janice því fram að hún hafi verið heilaþvegin og kölluð reglulega „hóra“ af honum.

104 ára fangelsi

Janice tilkynnti Jerry D. Brown, undirforingja í Red Bluff lögreglunni, um það sem Cameron hafði gert við Marie Elizabeth. Hún sagði að hann hefði rænt henni, pyndað hana og að lokum myrt hana. Yfirvöld fundu ekki líkama Marie Elizabeth og var því engin ákæra lögð fram vegna morðsins á henni.

Árið 1985 fór Cameron fyrir dóm en Janice bar vitni gegn eiginmanni sínum í skiptum fyrir friðhelgi í málinu. Cameron var að lokum dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi, mannrán og fyrir að nota hníf við verknaðinn. Hann var dæmdur í samtals 104 ára fangelsi með engum möguleika á reynslulausn til ársins 2023. Því var síðan breytt og fékk hann möguleika á reynslulausn árið 2015, beiðni um reynslulausn var þó hafnað og hann fær ekki annan möguleika fyrr en árið 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna