fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júní 2021 22:30

Eyþór Melsteð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Elísabet Gunnarsdóttir skrifar frá Sacramento:

Í dag, hóf Eyþór Melsteð, atvinnumaður í aflraunum, keppni á World Strongest Man í Sacramento í Kalifornía þar sem 25 aflraunamenn víðsvegar frá í heiminum takast á. Eyþór er 27 ára fyrrum slökkviliðsmaður sem starfar nú með unglingum sem glíma við erfiðar aðstæður samhliða aflraunasportinu. Hann viðurkennir fúslega að vera sveitastrákur þar sem hann er ólst upp á Breiðdalsvík og segir það klárlega hafi verið góður grunnur fyrir þann feril sem hann leggur stund á í dag. Hann byrjaði að lyfta ungur; keppti í unglingaflokki í fitness og vaxtarrækt en leiddist fljótlega út í aflraunirnar í framhaldinu. Árið 2015 tók hann þátt á sínu fyrsta aflraunamóti, Austfjarðartröllinu, með aðeins viku fyrirvara án þess að hafa prófað neitt eins og hann orðar það. Eftir það var ekki aftur snúið og hann fór af fullum krafti í aflraunirnar.

 

Ari Gunnarsson margfaldur meistari í aflraunum sem hefur einnig oft keppt á Sterkasti maður heims, og Eyþór á Austfjarðartröllinu 2015

 

 

Sterkasti Maður Íslands og Sterkasti Maður Heims

Eyþór er að keppa nú í annað sinn á World Strongest Man og hefur verið að skapa sér nafn innan aflraunaheimsins á erlendum vettvangi síðustu mánuði. Í ágúst síðastliðnum þreytti Eyþór frumraun sína í Sterkasti Maður Íslands og lenti þar í 2. sæti gegn Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem hampaði gullverðlaununum. Þar sem Hafþór tilkynnti að hann ætlar einungis að einbeita sér að komandi boxbardaga við fyrrum atvinnumanninn í aflraunum og sterkasta mann heims frá 2017, Eddie Hall, ávann Eyþór sér rétt til að keppa  fyrir hönd Íslands í WSM í nóvember 2020 þar sem hann komst ekki upp úr riðlakeppninni.  Þá hefur Eyþór nýlega keppt í tveimur sterkum aflraunamótum. Í fyrra september lenti hann í 3. sæti á Pasaulio Taure sem haldið var í Litháen og í mars á þessu ári keppti Eyþór einnig á World´s Ultimate Strongman í Bahrain.

Helgina áður en hann kom hingað til Sacramento sigraði hann Sterkasti Maður Íslands og lét það lítið á sig fá að taka stórmót eins og Sterkasta Mann Heims í kjölfarið nokkrum dögum seinna. Hann segist vera mjög vel stemmdur fyrir fyrsta keppnisdag þegar undirrituð spyr hvernig honum líður fyrir komandi átök. Hann er búinn að hvílast vel, fara í nudd og koma huganum í keppnisgírinn.

 

 

Sló heimsmet Magnúsar Vers 

Þegar undirrituð spyr Eyþór hvað sé eftirminnilegast á hans aflraunaferli segir hann klárlega það vera þegar hann sló heimsmet Magnúsar Vers Magnússonar í Náttúrusteinapressu þar sem hann gerði sér lítið fyrir og lyfti  137 kg náttúrusteini upp fyrir höfuð sitt. Austfjarðartröllið á einnig stóran part í hans hjarta þar sem það var fyrsta mótið sem hann keppti á 2015 og landaði síðan titlinum árið 2019. Því móti var hann búinn að fylgjast með síðan hann var lítill pjakkur, þar sem mótið var haldið í bænum hans Breiðdalsvík annað hvert ár.

 

Eyþór að lyfta drumbi sem var smíðaður úti í Írlandi af félaga Magnús Vers Magnússonar. Gripurinn er tileinkaður minningu Jóns Páls Sigmarssonar

 

Heppinn að hafa ekki hreinlega dáið á æfingu

Aðspurður hvað það sé það rosalegasta sem hann hefur lent í á sínum aflrauna ferli segir Eyþór það hafa verið þegar hann fékk 175 kg drumb í hausinn  þegar hann var að lyfta honum upp fyrir  höfuð sér á dögunum. Slíkt hefði auðveldlega getað orðið Eyþóri að aldurtila en hann slapp ótrúlega vel úr þessum aðstæðum. Eyþór lætur þó engan bilbug á sér finna eftir slysið og segir að slíkar lyftur, svokallaðar „overhead press“ séu sitt uppáhald ásamt steinatökum.

 

Íslensku hetjurnar átrúnaðargoðin

Átrúnaðargoð Eyþórs innan aflrauna heimsins eru  allar íslensku hetjurnar í gegnum árin. Jón Páll Sigmarsson, Magnús Ver Magnússon og Hafþór Júlíus Björnsson. Vissulega séu erlendir aflraunamenn sem hann fylgist með en þeir íslensku standa upp úr að hans sögn. Þegar hann er spurður hvað kemur upp í hugann þegar hann heyrir nafnið Jón Páll, segir Eyþór án þess að hika; Stolt Íslands. Hann er stolt Íslands. Hann var ótrúlegur náungi bætir hann við. Í framhaldinu talar hann um hvað íslenskir aflrauna menn séu í raun eins og bræður. Andrúmsloftið á Íslandi sé á þann háttt að allir hjálpast að og hvetja hvorn annan til að verða betri. Þar af leiðandi hafa myndast ómetanleg vináttutengsl sem að sögn Eyþórs munu vara út lífið.  Í þessu samhengi nefnir Eyþór æfingafélaga sína Ara Gunnarsson, Stefán Karel og þjálfarann sinn Stefán Sölva Pétursson.

 

Tekið á því í prufukeyrslu á keppnisgreinum

 

Ísland kraftaþjóð á heimsvísu

Eyþór segir Ísland klárlega vera kraftaþjóð. Alveg hundrað prósent, eins og hann segir. Í þessu samhengi nefnir hann að við eigum langflesta World Strongest Man titlana fyrir utan Bandaríkjamenn. Ljóst sé þó að höfðatalan fræga sé með Íslendingum í liði svo óhætt sé að fullyrða að við eigum svolítið vinninginn í þessum efnum. Afhverju Íslendingar séu svona sterkir í aflraunum segir Eyþór það líklega vera vegna þess hvað við Íslendingar vorum grjóthörð á erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar. Að hans mati rennur víkingablóðið  klárlega ennþá í æðum Íslendinga. Það sjáist ekki síður í öðrum íþróttagreinum þar sem Íslendingar eigi flott og sterkt fólk í fremstu röð að sögn Eyþórs.

Fyrir átökin segist Eyþór vera fullur þakklætis í garð allra þeirra sem hafa stutt hann í gegnum tíðina og gert honum kleyft að taka þátt í keppninni um sterkasta mann heims.

Hægt er að fylgjast með framgöngu Eyþórs á heimasíðu mótsins sem og kappanum sjálfum á Instagram-síðu hans @eythormelsted

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set