fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Gylfi og Alexandra hyggjast búa í Garðabæ í framtíðinni: Keyptu einstaka lóð á 140 milljónir króna

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 20:45

Alexandra og Gylfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurparið Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir festu nýlega kaup á einni glæsilegustu lóð höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða 1.400 fermetra lóð við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ. Lóðin snýr í suður og er með útsýni yfir Arnarnesvoginn og yfir Sjálandshverfið í Garðabæ.

Það er í raun einstakt að enn sé til óbyggð lóð í svo grónu hverfi eins og Arnarnesið og hvað þá sjávarlóð eins og þá sem hér um ræðir. Það skal því engan undra að lóðin hafi kostað sitt en kaupverðið var 140 milljónir króna.

Heimilt er að byggja rúmlega 600 fermetra hús á lóðinni og því má búast við því að eftirtektavert hús sé á teikniborðinu hjá parinu.

Eignarhald um tíma í Seychelles-eyjum

Kaupin gengu í gegn síðasta sumar og en fyrri eigandi lóðarinnar var Fasteignafélagið Pluma sem er í eigu hjónanna Páls Þór Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. Hjónin voru umsvifamikil á árunum fyrir hrun en Páll Þór var þá framkvæmdastjóri Sunds, sem síðar varð IceCapital, en Gabríela er einn erfingja Óla heitins í Olís. IceCapital varð gjaldþrota árið 2012 og var kröfum upp á 51 milljarð króna lýst í búið.

Talsvert var fjallað um gjaldþrotið í fjölmiðlum á sínum tíma og var Páll Þór meðal annars dæmdur til að greiða þrotabúi Icecapital 350 milljónir króna auk dráttarvaxta í október 2014. Hann gerði síðan samning við þrotabúið og greiddi upp allar sínar skuldir.*

Lóðin við Mávanes 5 var í eigu Páls Þórs og Gabríelu um frá árinu 2005 en henni var svo afsalað til félagsins Mavik ehf, í október 2013, sem var í eigu erlends félags . Í nóvember 2017 var lóðinni svo aftur afsalað til félags í eigu Páls Þór og Gabríelu, áðurnefndu Fasteignafélaginu Pluma. Fasteignafélagið Pluma var um skeið í eigu félags sem skráð var á Seychelles-eyjum en komst síðan aftur í eigu hjónanna.

*Uppfært: Í fyrri frétt var vísað í fréttaflutning annarra miðla fyrir nokkrum árum þar sem ýjað var að því að reynt hefði verið að koma eignum undan. Skiptastjóri IceCapital staðfesti í tölvupósti til DV að Páll Þór Magnússon hafi samið um uppgjör við þrotabúið og staðið við þann samning í hvívetna. Hann sé skuldlaus við þrotabú IceCapital.

Myndir af Mávanesi 5

Mávanes 5, Arnarnesi, Garðabæ
Mávanes 5, Arnarnesi, Garðabæ
Mávanes 5, Arnarnesi, Garðabæ
Mávanes 5, Arnarnesi, Garðabæ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“