fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Heiðar Helguson keypti stórglæsilega lúxusíbúð í nýju fjölbýlishúsi í Kópavogi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. maí 2021 22:00

Knattspyrnukappinn fjárfesti í framtíðarheimili í Kópavoginum í apríllok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukappinn Heiðar Helguson hefur fjárfest í nýrri glæsilegri íbúð í glænýju fjölbýlishúsi við Álalind. Heiðar gekk frá kaupunum í apríllok en um er að ræða íbúð sem er heilir 203,6 fermetrar að stærð.

Kaupverðið eignarinnar er 107 milljónir króna.

Smartland greindi frá því í lok mars að Heiðar hefði sett glæsilegt 270 fermetra einbýlishús sitt við Sporðagrunn í Reykjavík á sölu og var ásett verð um 150 milljónir króna. Eignin glæsilega seldist á skömmum tíma og nú hefur Heiðar fundið sér framtíðarheimili.

Þetta eru ekki einu stóru breytingarnar í lífi kappans en hann hætti nýlega með unnustu sinni Mariam Sif Vahabzadeh og er því maður einsamall eins og sakir standa.

Heiðar átti glæsilegan atvinnumannaferil þar sem hann raðaði inn mörkum fyrir Watford, QPR og fleiri lið. Þá lék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hann hefur ekki sagt skilið við knattspyrnuna en hann gekk til liðs við þjálfarateymi Lengjudeilarliðs Kórdrengja á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“