fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Edda segir að barnsmóðir fyrrverandi kærastans stingi vúdúdúkku í hennar líki – „Svo fucked up“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. maí 2021 13:30

Til vinstri: Edda Falak - Til hægri: Kristín Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan, áhrifavaldurinn og aktívistinn Edda Falak birti færslu á Twitter í gær þar sem hún segir frá virkilega furðulegu atviki. Í færslunni segir Edda að barnsmóðir fyrrverandi kærasta síns hafi sagt að hún ætti svokallaða vúdúdúkku af Eddu og að hún stingi dúkkuna í augun.

Vúdúdúkkur eru yfirleitt stungnar með því markmiði að sá sem dúkkan er gerð eftir verði fyrir sársaukanum. Þó er að sjálfsögðu um yfirnáttúrulegan hlut að ræða sem virkar án efa ekki. „Bjánalega fyndið en á sama tíma svo fucked up,“ segir Edda um athæfið í færslunni.

Hringbraut fjallaði um málið en í frétt þeirra er varpað ljósi á það hver það er sem er líklega barnsmóðirin sem Edda talar um. Gert er ráð fyrir því í frétt Hringbrautar að Edda sé að tala um leikkonuna Kristínu Pétursdóttur en hún er barnsmóðir Brynjólfs Löve Mogensen, verkefnastjóra samfélagsmiðla Árvakurs. Brynjólfur, eða Binni eins og hann er gjarnan kallaður, og Edda Falak voru í sambandi en þau hættu saman fyrr á þessu ári eftir að hafa verið saman í nokkra mánuði.

DV hafði samband við Kristínu Pétursdóttur vegna málsins. Í samtali við blaðamann tók Kristín fyrir ásakanir Eddu um að hún sé með nokkurs konar vúdúdúkku af Eddu en hún vildi ekki tjá sig meira um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni