fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fókus

Íslensk vændiskona sakar femínista um drusluskömmun – „Ég kýs að skilgreina mig sem kynlífsverktaka“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 21:00

Sviðsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítug kona sem hefur stundað vændi um skamma hríð var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hún segir að hluti femínista hafi viðhorf til starfs hennar sem ekki sé hægt að skilgreina öðruvísi en sem drusluskömmun og í umræðum á netinu um kynlífsþjónustu sé algengt að fólk sem hefur enga reynslu af faginu sé að segja þeim sem starfa við kynlífsþjónustu hvernig þeim líði í raun og veru.

Konan kom ekki fram undir nafni í þættinuim en hún segir að löngun til að gera eitthvað nýtt hafi verið kveikjan að þessari ákvörðun. Hún hafi hugsað sig vandlega um og talað við sálfræðing, nánar vinkonur og ættingja, áður en hún byrjaði í faginu. Hún segist vera háskólagengin og hafa verið á sæmilegum launum þó að óneitanlega geti hún sé leyft sér miklu meira fjárhagslega eftir að hún hóf að veita kynlífsþjónustu í hjáverkum. Hún segir að það sem hafi fælt sig frá þessu um tíma væri umræða um að henni myndi líða eins og þolanda kynferðisofbeldis ef hún færi út á þessa braut.

Konan leitar viðskiptavina á stefnumótavefnum einkamál.is og segir hún þetta hafa gengið mjög vel. Hún óskar ekki eftir kynnum við menn sem eru yngri en 45 ára. Hún segir viðskiptavinina afskaplega kurteisa og tillitsama og þeir virði hennar mörk í hvívetna. Sumir þeirra séu giftir og elski konuna sína en ekkert líf sé lengur í hjónarúminu og tilraunir til að endurvekja það hafi reynst árangurslausar. Hún segir að þetta hafi á allan hátt verið miklu ánægjulegra en hún vænti, kynlífið sé frábært og peningarnir veita ánægju. Hún segist aldrei hafa lent í vesendi og upplifunin hingað til hafi eingöngu verið ánægjuleg og jákvæð.

„Ég kýs að skilgreina mig sem kynlífsverktaka,“ segir konan og forðast orðið vændiskona, þar sem það tilheyri gildismati sem hún vísar á bug.

Konan var spurð hvort hún ætti sér áfallasögu og segir hún svo ekki vera. Foreldrar hennar hafi að vísu skilið og í kjölfarið hafi orðið einhver drykkjuskapur og leiðindi. Það væri allt að baki og hún væri í góðu sambandi við alla sína nánustu ættingja. Hún hafi ekki verið misnotuð í æsku, henni hafi aldrei verið nauðgað og hún hafi eingöngu orðið fyrir vægustu tegundum af kynferðislegri áreitni á fullorðinsárum.

Kynlífsverktökum mæti drusluskömmun og hrútskýringar

Í þættinum var rætt um að ákveðinn klofningur hefði orðið meðal femínista um afstöðu til kláms og vændis. Umræðan væri að breytast og í kjölfar umræðu um OnlyFans hefði femínistahreyfingin klofnað í afstöðu sinni til kynlífsþjónustu.

„Hinn helmingurinn getur ekki trúað því að til sé fólk sem getur haft gaman af því að selja kynlíf. Í grunninn er þetta drusluskömmun, að kynlíf eigi að vera svo náið og persónulegt að ef þú ert selja það þá hljóti að vera eitthvað að þér,“ segir konan. Hún segir að umræðan fari í taugarnar á henni:

„Maður sé í stórum hópum á Facebook að konur eru hreinlega að rífast yfir þessu. Svo hef ég líka séð konur sem þora að segja opinberlega „ég er kynlífsverktaki eða ég var kynlífsverktaki og hafði gaman af því,“ en þá mætir þessum konum bara hrútskýringar, „nei, þú varst örugglega að gera þetta í neyð þó að þú vitir það ekki. Það er þessi besserwisserháttur að kynlífsverktakar viti ekki hvað er gott fyrir þá. Hún segir að raddir sem mæli kynlífsverktöku bót á netinu séu skotnar í kaf.“

Aðspurð sagðist konan gera sér grein fyrir því að hún hafi ekki verið lengi í þessu fagi og því viti hún ekki um langtímafleiðingar. En lausnin við vondri upplifun sé að hætta. Ennfremur benti hún á að hún stundi þetta í aukavinnu og sé í föstu starfi. Hún veiti ekki kynlífsþjónustu daglega heldur af og til þegar hana langar til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr á von á barni

Tanja Ýr á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið

Síðasta mynd Simmons og færslan sem hann útbjó fyrir andlátið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar og Sigga eiga von á barni

Jón Viðar og Sigga eiga von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnur Óla með eigin útgáfu af ,,Hawk Tuah“

Unnur Óla með eigin útgáfu af ,,Hawk Tuah“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Miðvesturríkjamamman sem elskar Ísland

Miðvesturríkjamamman sem elskar Ísland
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið