Hlaðvarpið Eigin Konur gaf út átakanlegt og kraftmikið myndband fyrr í dag. Í myndbandinu stíga fram þjóðþekktir Íslendingar og lýsa yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Þau sem koma fram í myndbandinu segjast trúa þolendum og er myllumerkið #ÉgTrúi notað í myndbandinu. Mörg þeirra sem koma fram eru þolendur, aðrir eru vinir og makar þolenda.
Meðal þeirra sem koma fram eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Aron Can tónlistarmaður, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs, Kristófer Acox körfuboltaknappi, Saga Garðarsdóttir leikkona, Eva Mattadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjórnandi Normsins, Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og rithöfundur, Erna Kristín Stefánsdóttir baráttukona og Donna Cruz leikkona.
Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, öflugu konurnar á bak við Eigin Konur, sömdu handritið ásamt Davíð Goða Þorvarðarsyni. Davíð fór einnig með leikstjórn.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
View this post on Instagram