CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir hefur sett íbúð sína á sölu samkvæmt Smartlandi sem greindi fyrst frá. Um er að ræða afar fallega þriggja herbergja „penthouse“ íbúð í Bryggjuhverfinu. Tvær svalir eru í íbúðinni og afar fallegt sjávarútsýni.
Samkvæmt fasteignavef mbl.is eru innréttingar og skápar í eigninni sérsmíðaðar. Þá er harðviðarparket og flísar á gólfinu. Húsið sjálft er að mestu álklætt að utan og timburgluggarnir eru sömuleiðis álklæddir.
Heimilið er virkilega huggulegt og fínt eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan: