Variety skýrir frá þessu. Segir miðillinn að efnisveitan Hulu hafi nýlega tilkynnt að hún muni framleiða þessa hliðarseríu en í henni verður það móðirin sem segir börnum sínum söguna af því hvernig hún hitti föður þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þáttaröðin mun heita „How I Met Your Father“.
Það er bandaríska leikkonan Hillary Duff sem fer með aðalhlutverkið, Sophie, í nýju þáttaröðinni. „Ég hef verið svo lánsöm að leika frábær hlutverk á ferli mínum og ég hlakka til að leika Sophie. Ég er mikill aðdáandi „How I Met Your Mother“ og ég er stolt og svolítið taugaóstyrk yfir að Carter og Craig (höfundar þáttanna) treysta mér fyrir hliðarseríunni við barn sitt,“ sagði hún.
Ekki liggur fyrir hvenær nýja þáttaröðin fer í lofið en Hulu ætlar að framleiða 10 þætti til að byrja með.