fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Rassarnir hristir og súludans í Vikunni á RÚV: Þetta hafa Íslendingar að segja um þáttinn – „Ég er í ÁFALLI“ – „Er þetta fjölskylduþáttur?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 09:30

Skjáskot úr þættinum á RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikan með Gísla Marteini var sýnd á RÚV í gær eins og flestar aðrar vikur. Það væri venjulega ekki til frásögu færandi en þátturinn hefur verið afar umtalaður síðan hann var sýndur í gær. Er umtalið helst vegna tónlistaratriðisins en Bassi Maraj, raunveruleikastjarna og tónlistarmaður, tróð upp í settinu.

Í lok hvers þáttar af Vikunni er sýnt tónlistaratriði og í þetta skipti var Bassa rétt keflið. „Það er að hitna verulega í myndverinu, það er vegna þess að þú ert með dansara með þér í laginu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi þáttarins, í viðtali við Bassa fyrir tónlistaratriðið. „Það er súludans og það er svokallað „twerk“. Þú ert að fara að vera með stelpunum og þær eru fáklæddar, ég held að þetta sleppi alveg, að þetta sé innan markana,“ segir Gísli svo og spyr hvers vegna súludansinn varð fyrir valinu.

„Þetta er classy og sexy á sama tíma. Þetta er eins og millivegurinn á því að vera strippari og í ballet. Þetta eru bara dívur. Þegar þú horfir á þetta ertu bara: „Úff ekkert mál“ en svo ferðu og þá sígurðu bara niður,“ segir Bassi og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og annar gestur þáttarins, skýtur þá inn í: „Það myndi engin súla halda mér“.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðið sem um ræðir:

Áhorfendur þáttarins á Twitter töluðu varla um annað en atriðið en skoðanir á því voru afar mismunandi. Tónlistarmaðurinn Logi Pedro var til dæmis hæstánægður með atriðið og vill að Bassi fái Edduna fyrir það. Í athugasemdunum við myndband sem RÚV birti af atriðinu á Facebook-síðu sinni var sagan ekki sú sama. Þar velti fólk því aðallega fyrir sér hvort ekki væri um fjölskylduþátt að ræða.

Hvað er að koma fyrir ykkur þarna. Á þetta ekki að heita fjölskylduþáttur. Rassarnir sýndir hvað eftir í nærmynd,“ segir til dæmis kona nokkur í athugasemdunum. „Er þetta fjölskylduþáttur?spurði svo önnur.

Eins og áður segir var mikið rætt um þáttinn á Twitter en hér fyrir neðan hefur það helsta sem fólk hafði að segja um atriðið á Twitter verið tekið saman:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“