Fjölmargir landsmenn hafa rifið upp gamla gönguskó og skundað af stað yfir Geldingadali með kaffibúsa í annarri og myndavél í hinni. Fólk virðist vera mjög misvel útbúið og hafa björgunarsveitir og lögregla kappkostað að brýna fyrir fólki að fara vel út búið. Góðir skór sem styðja við ökklann, höfuðljós, vatnsheldur fatnaður og nesti eru meðal þess sem talið hefur verið upp.
Hraunið er erfitt yfirferðar en ekki er óalgengt að fólk gangi í kringum 7 km aðra leið að gosinu. Að ganga í hrauni er krefjandi og þarf að lyfta fótunum meira en þegar gengið er á jafnsléttu. Gamlir gönguskór eru oft mjög þurrir og geta auðveldlega byrjað að molna eða spurngið hafi ekki verið borið á þá eða þeir notaðir í áraraðir.
„Ég fann einhverja skó inn í skúr hjá mömmu og pabba sem voru greinilega mökk gamlir og ég þurfti að labba heim á tánum. Þetta var aulalegt,“ sagði kona sem DV ræddi við. Hún segist ætla betur útbúin næst, þetta hafi vissulega lækkað í ferðagleðinni.
Við sjáum myndir frá þremur óheppnum göngugörpum.