fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Mögnuð breyting á viðlagasjóðshúsi í Grindavík – Sjáðu „fyrir og eftir“ myndirnar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 13:00

Fyrir og eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Hjálmarsson hjálpaði foreldrum sínum að gera upp tæplega 50 ára gamalt viðlagasjóðshús í Grindavík.

Foreldrar hans keyptu húsið í kringum árið 1990 og hafa hvergi annars staðar viljað búa. „Hús með sál go nú orðið eins og nýtt. Að minnsta kosti að innan,“ segir Unnar.

Ferlið tók um sex mánuði og segir Unnar það hafa verið fullkomlega þess virði.

Ferlið

Í samtali við DV segir Unnar að þau hafi byrjað 5. október síðastliðinn.

„Við byrjuðum að rífa allt úr alrýminu þar til að ekkert var eftir. Skiptum um allt rafmagn í húsinu þar sem það var allt upprunalegt. Vorum með um það bil 20 tengla í öllu rýminu enn nú með 40 tengla í öllu rýminu. Settum upp LED ljós með fjarstýrðum ljósarofum sem eru 26 stykki alls,“ segir hann.

„Við settum nýtt gifs á alla veggi, loftaþiljur og fallega loftalista með fram öllu. Innréttingar keyptum við í IKEA ásamt skápum á herbergis gangi.“

Endalausar mælingar

Aðspurður hvað hafi verið erfiðast við framkvæmdirnar segir Unnar það sennilega hafði verið mælingarnar.

„Málbandið fær aldrei frí þegar áætla þarf lengd á milli ljósa og deilingu. Svo mál á milli tengla og ákvarðanir um hvar hitt og þetta mun koma til með að vera staðsett,“ segir hann.

„Það skemmtilegasta var niðurrifið og allt rykið sem því fylgdi. Niðurrifið tók aðeins einn dag og uppbyggingin um 2 mánuði. Vorum búin með 90 prósent fyrir jól en þurftum að bíða eftir einhverjum vörum sem ekki voru til á landinu.“

Foreldrar Unnars eru mjög ánægðir með útkomuna. „Loftaþiljurnar og parketið para sig vel við frönsku gluggana og halda húsinu í sínum sænska stíl. Heildarútkoman er hreint stórkostleg miðað við hversu mörgu nýju og gömlu er blandað saman,“ segir hann.

Myndir segja meira en þúsund orð. Skoðaðu þær hér að neðan.

Fyrir

Fyrir framkvæmdir/Aðsend mynd
Fyrir framkvæmdir/Aðsend mynd
Fyrir framkvæmdir/Aðsend mynd
Fyrir framkvæmdir/Aðsend mynd
Fyrir framkvæmdir/Aðsend mynd

Í framkvæmdum

Framkvæmdirnar/Aðsend mynd
Framkvæmdirnar/Aðsend mynd
Framkvæmdirnar/Aðsend mynd
Framkvæmdirnar/Aðsend mynd

Eftir

Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Eftir framkvæmdir/Aðsend mynd
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?