fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Hópur kvenna tók nektarmyndir á svölunum – Sektir og mögulegt fangelsi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 5. apríl 2021 16:23

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Dubai hefur handtekið hóp af fólki vegna myndbands sem sýnir naktar konur í myndatöku á svölum um hábjartan dag. Þau sem eiga hlut að málinu hafa verið handtekin fyrir að særa blygðunarkennd manna með nektinni. Í Dubai getur það varðað allt að sex mánaða fangelsi auk sektar upp á 5.000 dirham eða um 170 þúsund íslenskar krónur. Breski fjölmiðillinn Metro er á meðal þeirra sem hafa greint frá málinu.

Myndbönd og myndir af athæfinu vöktu athygli á samfélagsmiðlum um helgina en í þeim má sjá fjölmargar konur standa naktar á svölunum í fínu hverfi í Dubai. Þá má einnig sjá mann taka myndir af nöktu konunum á svölunum.

Lögreglan í Dubai hefur greint frá því að málið sé á borði saksóknara. „Svona óásættanleg hegðun endurspeglar ekki gildi og siðferði í okkar samfélagi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar um málið. Málið hefur vakið mikla athygli í Dubai, ekki síst þar sem fólk hefur endað í fangelsi fyrir mun minna.

Mikið hefur verið rætt um málin á samfélagsmiðlum en þar halda margir fram að um sé að ræða fyrirsætur. Þá hafa einhverjar kenningar verið á lofti um að konurnar hafi verið að taka erótískar myndir fyrir ísraelska klámsíðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“