fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Edda Falak fékk skilaboð frá íslenskum manni um að kaupa hana – „Mér var virkilega ofboðið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. mars 2021 13:00

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og áhrifavaldurinn Edda Falak fékk mjög óviðeigandi skilaboð á Instagram. Hún var spurð hvort það væri hægt að kaupa eða plata hana í að strippa. Í samtali við DV segir Edda að henni hafi verið ofboðið þegar hún las skilaboðin.

„Hæ Edda. Vinur okkar er að gifta sig og við erum að halda fyrir hann steggjun, væri hægt að kaupa/plata þig í að koma og dansa/strippa fyrir hann? Þetta hljómar skrýtið en hann er svo mikill fan og þetta yrði bara fyndið,“ kemur fram í skilaboðunum.

„Mér finnst það mjög galin hugmynd að senda svona skilaboð á manneskju sem þú þekkir ekki og veist ekkert hvort manneskjan sé almennt að strippa fyrir fólk. Mér var virkilega ofboðið þegar ég sá að strákurinn var að athuga hvort hann mætti kaupa mig og henti síðan í „þetta er kannski smá skrítið en yrði bara fyndið”. Þetta er sennilega það ófyndnasta og topp 5 skrítnasta sem ég hef heyrt,“ segir Edda.

„Sorry strákar“

Edda hefur verið ákveðin og hávær í afstöðu sinni til kynfrelsis kvenna og frelsis þeirra til að vera kynþokkafullar. Aðspurð hvort hún fái eitthvað af neikvæðri athygli á bak við tjöldin segist hún fá svipuð skilaboð frá erlendum karlmönnum en ekki íslenskum.

„Annars er ég ekki að fá neina neikvæða atygli í kringum alla þessa umræðu um kynfrelsi kvenna. Ég hef hins vegar fengið mörg skilaboð frá stelpum sem hafa bundið enda á sambandið sitt eftir að hafa áttað sig á að þær hafa verið að sleppa því að pósta hinu og þessu því kærastar þeirra vilja það ekki, sorry strákar. En ég elska að stelpur séu bara að „upgrade-a their own level of SELF-WORTH!“ Auðvitað áttu að vera í sambandi þar sem þú ert með 100 prósent stuðning frá makanum þínum og maki á ekki að gera neitt annað en að leyfa þér að blómstra og skína sem skærast,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

Mikilvægt verkefni

Edda hefur mikla ástríðu fyrir þessu málefni og hefur farið af stað með verkefni því tengdu. „Í grófum dráttum, þá er ég er að gefa út myndabók af stelpum á nærfötunum. Bókin mun einnig innihalda smá efni um líkamsímynd og sjálfsvirðingu (e. self-worth). Bókin mun vonandi veita öðrum konum innblástur og styrk til þess að skína sama hvað,“ segir Edda.

„Þetta er verkefni er mjög nálægt hjarta mínu og framþróun þess virkilega mikilvæg fyrir mig þar sem að tilgangur bókarinnar er að þjóna sem fræðsla og kynning á mjög verðugu málefni. Ég vil að konur viti að allt er fallegt og allt er kynþokkafullt og maður á bara að eigna sér það.“

Það hefur gengið vonum framar að fá konur til að taka þátt í verkefninu með henni. „Ég hlakka mikið til að sýna ykkur loka útkomuna og ég hugsa að það verði í vetur/jólin sem bókin mun koma út,“ segir hún.

Að lokum vill Edda þakka öllum þeim sem senda henni stöðugt skilaboð og halda áfram að taka þátt í umræðunni með henni. „Það skiptir öllu máli,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“
Fókus
Í gær

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”
Fókus
Í gær

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“