Fegurðardrottningin Elísabet Hulda Snorradóttir nýtti tækifærið og tók síðkjólinn með sér að gossvæðinu. Hún hlaut titillinn Miss Universe Iceland í október 2020.
Elísabet Hulda var glæsileg í síðkjólnum fyrir framan gosið og birti myndirnar á Instagram og einnig á Instagram-síðu Miss Universe Iceland.
Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ævintýrinu í Story og birti nokkur myndbönd, meðal annars skemmtilegt myndband þar sem hún er að ganga í hrauninu í síðkjólnum og hælaskónum.
„Ég lofa þetta er ekki það skrýtnasta sem fólk hefur séð hjá þessu eldgosi,“ skrifar hún með myndbandinu og hefur hárrétt fyrir sér.
Leiðsögumaðurinn Sveinn Snorri Sighvatsson vakti mikla athygli í gær þegar myndband af honum nöktum á gossvæðinu fór á dreifingu um samfélagsmiðla.
Sjá einnig: Tók nektarmyndir við eldgosið – „Vertu bara tilbúinn með myndavélina, ég ætla að klæða mig úr“
Íslendingar hafa einnig verið að steikja pylsur við eldgosið.
Sjáðu myndir Elísabetar hér að neðan.
View this post on Instagram