fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Verðbréfamiðlarinn og leikkonan Halla Vilhjálms segir börn ekki fyrirstöðu á framabraut – þvert á móti

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 19. mars 2021 11:35

Halla Vilhjálmsdóttir er afrekskona á hinum ýmsu sviðum. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkona og verðbréfamiðlarinn Halla Vilhjálmsdóttir Koppel er ein af þessum manneskjum sem virðast hafa lengri sólarhring en við hin. Hún segist ekki þurfa að velja sér einn frama – það megi eiga fleiri en einn og tvo samhliða því að vera móðir og setja fjölskylduna í forgang. Halla og Harry, eiginmaður hennar, eiga þrjú börn á leikskólaaldri og hafa bæði skarað fram úr í breska bankaheiminum. Halla er í helgarviðtali DV sem kom út í morgun.

„Það mun ekki skaða frama minn að eignast börn eða vera frá vinnu,“ segir Halla sem býr í London ásamt eiginmanni sínum Harry Koppel, og þremur börnum, Louisu, fimm ára, Harry Þór, þriggja ára, og Anitu, eins árs. Flestir Íslendingar kannast við Höllu fyrst og fremst sem söng- og leikkonu. Halla hefur leikið í kvikmyndum, sjónvarpi, auglýsingum og leikhúsi, var þáttastjórnandi í fyrstu seríu af X-Factor á Íslandi og hefur tekið þátt í undankeppni Eurovision. Hún útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, Guildford School of Acting, árið 2004. Halla er ótrúlega áhugaverð persóna sem er stöðugt í leit að áskorunum. Hvort sem það er að komast inn í einn mest krefjandi skóla heims eða ná fullum nætursvefni þá setur hún undir sig hausinn og nær markmiðum sínum.

Halla sagði nýverið upp starfi sínu í einum virtasta fjárfestingabanka Bretlands þar sem hún starfaði við hlutabréfaviðskipti. Starfið er ákaflega eftirsótt en þreyta þarf 9 viðtöl áður en til ráðningar kemur.

Ertu ekkert hrædd um að það verði erfitt seinna meir að olnboga sig aftur inn í svo eftirsótta og krefjandi stöðu, komin með þrjú börn og mann sem vinnur einnig í sama geira?

„Nei. Málið er að það er erfiðara að fá þetta starf sem ég var í heldur en að komast inn í Harvard. Það eru 0,2 prósenta líkur á því að þú fáir starfið ef þú sækir um. Þetta var mjög erfitt. Ég eyddi fimm árum þarna, er búin að gera þetta og læra fullt og þetta er á ferilskránni minni. Ég er í góðum málum,“ segir Halla.

Halla segir börn ekki fyrirstöðu á framabraut. Þvert á móti. „Stór fyrirtæki eru í meiri mæli að sjá mikilvægi þess að starfsfólk sé með fjölbreytta hugsun. Og þá dugar ekki að allir séu með svipaða menntun. Lærðu ýmislegt, fjölbreytt hugsun sprettur af því. Vissulega þarf maður að vinna mikið og eyða mikilli orku og tíma í nám en allt hitt skiptir líka máli. Þú getur alltaf nýtt alla þína reynslu, alveg sama hver hún er. Mæður eru til dæmis öðruvísi verðbréfamiðlarar en barnlausir karlmenn. Fjölbreytnin er svo mikilvæg, ekki öll eggin í eina körfu.“

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin

Ragnhildur segir að þessi spurning valdi fólki miklum kvíða um jólin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“

„Sögurnar eru afar fjölbreyttar en búa allar yfir einhverri óútskýrðri fegurð og hlýju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025