Laura Mabry er 52 ára og ólst upp í borginni Springfield í Arkansas. Hún var ættleidd þangað þegar hún var nýfædd og hafði aldrei vitað neitt um blóðforeldra sína, hvorki hver þau væru né hvers vegna þau létu hana frá sér. ABC greinir frá.
Árið 2019 tók hún DNA-próf til að reyna að komast að því hverjir blóðforeldrar hennar væru og náðist að rekja það til móður hennar, Donna Horn. Þær byrjuðu að spjalla saman í gegnum síma og tölvupóst og spyr móðir hennar hvort hún vilji ekki vita hver faðir hennar sé. Hún svaraði að sjálfsögðu játandi og komst í samband við föður sinn, Joe Cougill.
Donna og Joe höfðu verið í sambandi í framhaldsskóla (e. high school) en foreldrar þeirra beggja ekki verið samþykktir sambandinu. Faðir Donna bannaði Joe nokkurn tímann að tala við dóttur sína aftur og stóð hann við það loforð í 50 ár. En það sem Joe vissi ekki að þegar leiðir þeirra skildu, var Donna ólétt. Það kom honum því verulega á óvart þegar hann frétti að hann ætti fimmtuga dóttur sem hann hafði aldrei hitt áður.
Donna og Joe voru verulega ástfangin þegar þau voru neydd í að hætta saman en höfðu bæði gifst öðru fólki þegar þau urðu eldri. Hins vegar var Joe fráskilinn og eiginmaður Donna látinn þegar Laura hafði samband við þau bæði og ákvað hún að reyna að koma blóðforeldrum sínum, sem höfðu ekki talað saman í 50 ár, aftur saman.
Þegar þau byrjuðu að tala aftur saman kom í ljós að þau voru enn ástfangin af hvoru öðru og giftu sig í maímánuði í fyrra. Laura segir að þessir atburðir hafi uppfyllt eitthvað í lífi hennar sem hún vissi ekki að hún þyrfti á að halda.