fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Hildur gaf kærastanum kost á að ganga út

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. mars 2021 14:03

Hildur Eir Bolladóttir Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, opnar sig um krabbameinsbaráttu sína og bataferli í einlægu forsíðuviðtali Vikunnar.

Hildur greindist með endaþarmskrabbamein í apríl í fyrra. Krabbameinið reyndist illkynja en staðbundið og vel meðhöndlanlegt.

Þegar Hildur greindist með krabbamein var hún nýlega byrjuð í sambandi með manni. Í viðtalinu viðurkennir hún að þegar hún fyrst fékk greininguna hugsaði hún hvernig kærasti hennar, Kristinn Hreinsson, myndi taka fréttunum.

„Ég hugsaði ekki fyrst um börnin mín eins undarlega og það hljómar af því ég var alveg viss um að ég myndi sigrast á þessu, þannig að ég hugsaði ekki, þeir verða móðurlausir, heldur meira, hvernig á ég að segja Kidda þetta,“ segir hún. Kristinn er ekkill og missti konuna sína úr heilakrabbameini árið 2016 eftir mjög erfiða baráttu.

„Ef ég hefði verið í öðru samhengi í lífinu þá hefði ég kannski orðið dramatískari og farið í meiri sjálfsvorkunn, en þarna var maðurinn minn og dætur hans búin að ganga í gegnum þetta áfall og ég sagði við sjálfa mig: Það er ekki í boði, Hildur. Þetta er bara eitthvert æxli í rassgatinu á þér og alveg hægt að vinna með það. Þú ferð ekki að leggjast í rúmið yfir því. Þannig að ég herti mig upp og fór í baráttuhug,“ segir hún.

Hildur bauð Kristni þann kost að ganga út. Þau voru tiltölulega nýbyrjuð saman og ekki byrjuð að búa saman. Hildur sagði við hann að allir myndu skilja það ef hann myndi hætta með henni, hún myndi sjálf skilja það þó hún yrði sorgmædd og myndi sjá eftir honum. Hann hélt nú ekki og eru þau enn saman í dag. Hildur segir að það sé ekki vafi um að krabbameinið hafi styrkt þau.

Þú getur lesið viðtalið við Hildi í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu