Svo virðist vera sem framlagi Íslands í Eurovision í ár eftir Daða Frey og Gagnamagnið hafi verið lekið á internetið.
Laginu sem um ræðir var lekið af nokkuð litlum aðgangi á Twitter en viðtökurnar við laginu sem var lekið hafa ekki verið neitt stórkostlegar. Lagið er til að mynda sagt vera of hefðbundið eða „mainstream” eins og það kallast á ensku. Þá virðist vera sem Ísland hafi fallið í veðbönkum eftir að laginu var lekið. Þó eru einhverjir á því að lagið muni gera vel vegna vinsælda Daða í fyrra.
Lekinn á laginu hefur vakið þó nokkra athygli. Til að mynda fjallaði Oiko Times um lekann auk þess sem textinn við lagið er strax kominn inn á lagatextasíðuna Genius.
DV heyrði í Daða vegna málsins en hann vildi ekki tjá sig mikið. „Ekkert sem ég get gert, lagið kemur almennilega út á laugardaginn,“ sagði Daði í samtali við DV.
Daði Freyr — «10 Years»
Este año al parecer es el año de las filtraciones 😂💀 pic.twitter.com/HBkWlCKkAY— 𝐦𝐲 𝐢𝐦𝐚𝐠𝐢𝐧𝐚𝐫𝐲 𝐟𝐫𝐢𝐞𝐧𝐝 🖤 (@escxvoila) March 10, 2021