Þó netverjar virðast geta verið sammála um fátt þá virðast þeir flestir vera sammála um að kettir eru krútt og það er gaman að horfa á myndir og myndbönd af þeim.
Krúttlegt myndband af ketti vera í „spa“ ásamt eiganda sínum hefur slegið rækilega í gegn undanfarna daga. Myndbandið var birt á TikTok fyrir fjórum dögum og hefur síðan þá fengið 63 milljónir í áhorf.
Um þrettán milljón manns hafa líkað við myndbandið. Horfðu á það hér að neðan, þú getur ekki annað en komist í gott skap.
@dontstopmeowingChase was vibing ##fyp ##foryou ##foryoupage ##catsoftiktok ##VideoSnapChallenge ##Seitan ##trending ##duet♬ original sound – Kareem & Fifi