fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fókus

Gæsahúð og grátur í American Idol – Tárvotur Lionel Richie yfirkominn af tilfinningum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. mars 2021 12:00

Samsett mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronda Felton er nítján ára gömul og keppandi í American Idol. Hún opnar sig um erfiða æsku og segir frá því hvernig hún og móðir hennar áttu um sárt að binda á þeim tíma. En í gegnum allt saman hefur móðir hennar staðið þétt við bakið á henni og er áheyrnarprufan engin undantekning. Á meðan Ronda gengur inn í herbergið með dómurunum bíður móðir hennar spennt og stressuð frammi.

Ronda söng lagið „One Night Only“ úr kvikmyndinni Dreamgirls. Það er óhætt að segja að hún hafi gjörsamlega neglt áheyrnarprufuna og felldi Lionel Richie nokkur tár.

„Ég var bara nokkuð góður þar til þú komst hingað inn og gerðir eitthvað sem enginn hefur gert áður. Sem er að hafa slík áhrif á mig að ég græt,“ sagði Lionel Richie. Hann gefur henni einnig hughreystandi ráð og hvetur hana áfram.

„Þetta er augnablikið sem mun breyta lífi þínu,“ segir hann.

Ronda fékk já frá öllum dómurum og heldur áfram í næstu umferð. Móðir hennar fékk að koma inn í herbergið og heyra það frá dómurunum að dóttir hennar hafi komist áfram. Mæðgurnar sungu fyrir dómarana og brast Lionel í söng með þeim.

Horfðu á áheyrnarprufuna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Í gær

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“

Ferðamaður elskar hlut sem margir Íslendingar hata – „Þetta er æðislegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“