Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?
Hrútur
21. mars–19. apríl
Vikan þín verður andlegri en venjulega. Þú skellir þér í jógatíma eða kakóseremóníu sem mun losa um gamlar stíflur. Það er svo gott að tengja inn á þessa vitund og fá að sýna viðkvæmu hliðina sína. Gera upp það gamla til þess að halda sterkari áfram út í lífið.
Naut
20. apríl–20. maí
„Blast from the past!“ Einhver úr fortíðinni lætur sjá sig. Gæti verið annaðhvort kærkominn gamall vinur eða gömul ást sem blómstrar á ný. Það er spennandi vika fram undan hjá Nautinu.
Tvíburi
21. maí–21. júní
Samningar eru í kortunum. Þú skrifar undir mikilvæga pappíra og við mælum með að lesa þá vel yfir. Þetta gæti tengst vinnu, húsnæðismálum eða bankaláni. Þetta boðar breytingar en það er alltaf gott að fá einhvern til þess að lesa vel yfir.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Krabbinn á það til að vera prívat því hann er svo upptekinn af því að hjálpa öðrum og gerir þar af leiðandi lítið úr sínum málum. En þú æfir þig þessa vikuna, líkt og Hrúturinn, í að opna þig og sýna viðkvæmu hliðina þína. Það er mikill styrkur í því.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Lukkuhjólið heldur áfram að snúast hjá Ljóninu þessa dagana. Þú sérð allt svo skýrt, bæði þarfir þínar og langanir. Þú sérð einnig hvernig þú munt komast að settu marki. Þú tekur smáskref í að elta drauma þína en sýnir mikla þolinmæði því þú veist svo vel hvert þú stefnir.
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Andleg hreinsun! Þegar Meyjan verður tiltektaróð og þrífur hátt og lágt og skipuleggur þá er eins og að hún sé að taka til í huga sér um leið. Andlegt skipulag. Þú ert að hreinsa til fyrir nýja tíma.
Vog
23. sept–22. okt
Þú ert með gráa fiðringinn burt séð frá því hversu gömul þú ert. Þig langar helst að klippa af þér hárið eða lita það blátt. Nú væri góður tími til þess að staldra aðeins við og hringja í vin áður en þú framkvæmir eitthvað of drastískt.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Þú ert að átta þig á því að þú þarft mögulega að brjóta upp ákveðið munstur. Það er eina leiðin til þess að fá aðra útkomu. Hvað í lífinu hefur verið einsleitt fyrir þig og heldur þar af leiðandi aftur af þér?
Bogmaður
22. nóv–21. des
Meiri háttar ferðaplön eru í bígerð hjá Bogmanninum sem getur ekki lengur beðið og þráir ekkert heitar en að komast í hlýrra loftslag og stinga tánum í sandinn. Nauthólsvík dugar ekki til! Eitt rauðvínsglas til og þú bókar ferðina.
Steingeit
22. des–19. janúar
Þú færð aukna ábyrgð í vinnunni og loks rætist aðeins úr fjármálunum. Þú hefur þurft að berjast fyrir þínu en rétt skal vera rétt og þú færð það sem þú átt skilið. Vel gert að standa svona með sjálfri þér.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Þetta er í raun bara viðvörun fyrir þá Vatnsbera sem eru á lausu því þú munt fara á ágætlega vandræðalegt stefnumót sem verður þó að skemmtilegri sögu sem þú munt lengi segja frá. Þú mátt undirbúa þig andlega.
Fiskur
19. febrúar–20. mars
Fiskurinn veit að þegar hann þarf að synda á móti straumnum þá er það einungis tímabundið. Syndir af krafti þar til hægist á straumnum. Tilveran getur verið algjör rörsýn meðan synt er en fiskurinn er svo æðrulaus og umburðarlyndur að mótlætið styrkir hann.