fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Það eru peningar í þínum kortum

Fókus
Laugardaginn 20. febrúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 12.02. – 18.02.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Duglegi klári Hrútur. Þú færð krefjandi verkefni í vinnunni sem þinn klári heili trompar auðveldlega. Þú vekur athygli í vinnunni og færð verðskuldað hrós fyrir vel unnin störf. Þetta er einstaklega gott fyrir sjálfstraust þitt því þú ert ekki sá besti í að upphefja sjálfan þig.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Ertu tilbúið fyrir breytingar? Það skiptir ekki máli því það er það sem koma skal. Þannig að núna skaltu undirbúa þig vel og vandlega, því það verða ófáar breytingar og ýmislegt mun koma í ljós í vikunni. Við vöxum í breytingum.

stjornuspa

Tvíburi
21. maí–21. júní

Hæfileikaríki tvíburi. Bjartari dagar veita þér innblástur og þú ferð að föndra eins og vindurinn. Hvort sem þú ferð að dútla við heimilið, mála ný listaverk, elda stórbrotna máltíð, prjóna peysu eða binda hengi fyrir blómapottana. Þú munt skapa eitthvað handgert og fallegt.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú lærir að útdeila verkefnum og fá aðstoð þessa vikuna. Þú þarft ekki alltaf að gera ALLT sjálfur. Og þegar maður lærir þetta þá nær maður að vaxa enn frekar í því sem maður er að sinna. Gerðu það sem þú gerir best – en ekki gera allt. Góð verkaskipting er lykillinn.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Pásan er búin, hlutirnir loks að fara vel af stað og gamlir draumar að rætast. Alheimurinn þakkar þér fyrir þessa þolinmæði og kemur nú færandi hendi.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Stundum verður maður upptekinn af vandamálum annarra þegar maður er ómeðvitað að hunsa sín eigin. Hvað er að angra þig elsku Meyja? Hvað er það sem þú þarft að horfast í augu við?

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Vogin er að taka sig á í meðvirkni sinni og það gengur prýðisvel. Það er góð tilfinning að segja það sem þú þarft að segja án þess að þurfa að fegra það skrilljón bleikum blómum. Þú verður stolt af samskiptum þínum við aðra þessa vikuna.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Ka-tjing! Það eru peningar í þínum kortum. Annað hvort nærðu að semja um betri laun eða færð vel launað verkefni. Ekki eyða því öllu á sama stað en leyfðu þér samt smá spreð.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Elsku upptekni Bogmaður. Það er afkastamikil vika framundan hjá þér. Passaðu þig að týna þér ekki í kaosinu. Nú skiptir mestu máli að vanda til verka, halda einbeitingu og skipulagi í toppstandi. Það verður þá allavega tilefni til þess að fagna í lok vikunnar. Áfram þú!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Óvænt heimsókn eða símtal mun leiða til nýrra verkefna þessa vikuna. Skemmtilegt samstarf er í kortunum þínum og það mun koma frá ólíklegum stað. Nálgastu tækifærin með opnum huga!

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Það er andleg vika framundan hjá Vatnsberanum. Þú munt loksins komast í hugleiðslugírinn og gefur þér tíma til að rækta það á hverjum einasta degi. Með þessu áframhaldi kemur þú til með að verða besta útgáfan af sjálfum þér.

stjornuspa

Fiskur
19. febrúar–20. mars

Það er svakaleg bókavika framundan hjá Fisknum. Annað hvort munt þú byrja á því að skrifa þína eigin bók eða lesa þær ansi margar. Þú vilt bæta við þig þekkingu og fróðleik og verður þess vegna með nefið ofan í bókum alla vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss