Leikarinn og grínistinn Steinþór H Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., og konan hans Sigrún Sigurðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, selja raðhúsið sitt í Mosfellsbæ.
„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifar Steindi á Facebook og deilir eigninni.
Það eru 59,9 milljónir settar á eignina. Húsið er 110 fermetrar, bjart og með stórum palli. Það eru þrjú svefnherbergi, eitt baðherbergi, þvottahús og fallegur garður.
Þú getur lesið nánar um eignina hér. Sjáðu myndirnar hér að neðan.