Það getur fylgt því mikil fjárhagsleg byrði fyrir pör að flytja inn saman og festa kaup á íbúð. Charlie MacVicar, 26 ára, og Luke Walker, 27 ára, vissu að þau vildu fara aðra leið.
Faðir Charlie á landsvæði í Essex, Bretlandi og fengu þau leyfi til að búa þar. Eftir að hafa velt ýmsum hugmyndum fyrir sér, varðandi hvernig þau myndu nýta sér svæðið, þá komust þau loks að niðurstöðu. Þau keyptu tveggja hæða strætisvagn og breyttu honum í heimili.
Í viðtali við Bored Panda segir Charlie að þau elska að ferðast og vildu eiga samastað sem þau gætu kallað heimili á milli ferðalaganna.
Við tóku miklar framkvæmdir og eru myndirnar vægast sagt ótrúlegar. Sjáðu þær hér að neðan.