Jóhannes Felixsson er einn þekktasti bakari landsins. Honum er þó meira til lista lagt en bakaralistin. Forsíðumynd DV frá því í sumar af Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, veitti Jóa Fel innblástur og endurgerði hann forsíðuna með listrænum hætti og deildi afrakstrinum á Instagram og á Facebook.
Á Facebook skrifaði Jói Fel með myndinni: „Nýjasta myndin hefur vakið lukku“ og á Instagram segir Jói : „Kári reddar þessu“ og „Þetta verður allt í lagi“
View this post on Instagram
Hér má svo sjá forsíðumynd DV sem birtist í júlí og á ljósmyndarinn Valgarð Gíslason heiðurinn af afrakstrinum, jah mestan heiðurinn. Kári Stefánsson mun eiga heiðurinn að nokkru leyti sjálfur að vanda.