fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Nýtt lag með Ólafi F. Magnússyni – Skammdegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 20:17

Guðlaug Dröfn og Ólafur F.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi læknir og borgarstjóri og núverandi ljóðskáld og lagasmiður, gerir það ekki endasleppt í tónlistinni. Hann hefur nú sent frá sér nýtt lag sem hlýða má á í spilaranum undir fréttinni. Lagið er við ljóð eftir Ólaf sjálfan og ber heitið Skammdegi.

Guðlaug Dröfn syngur lagið en Vilhjálmur Guðjónson útsetti það.

Í tilkynningu frá Ólafi segir:

„Skammdegi er nýjasta lag mitt.og hið 28. sem ég gef út. Ljóðið Skammdegi kom til mín ásamt lagi hinn 12. desember 2017 og er 16. ljóðið í síðari ljóðabók minni „Staldraðu við“, en bókin kom út ásamt samnefndum geisladiski í desembermánuði liðins árs.

Lagið Skammdegi varð þó ekki fullþroska fyrr en í byrjun þessa árs þegar Vilhjálmur Guðjónsson útsetti það, en hann annast líka hljóðfæraleik og hljóðritun á laginu. Vilhjálmur hefur unnið að tónlist með mér frá árinu 2013, en árið 2015 komu þau Gunnar Þórðarson og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir til liðs við okkur. Við fjórmenningar höfum flutt saman lög og haldið tónleika, síðast í Austurbæjarbíói 1. desember sl.

Guðlaug Dröfn hefur kennt mér söng og sungið með mér frá árinu 2015 og hún syngur einsöng í þrem nýjustu lögum mínum, sem heita „Ég finn til sælu“, „Blessuð sólin elskar allt“ og nýjasta lagið er „Skammdegi“ eins og áður segir.

Söngur Guðlaugar hefur alltaf hrifið mig, en þó hef ég ekki heyrt hana syngja betur en í laginu Skammdegi.“

 

Ljóðið Skammdegi hljóðar svo:

 

Ef skammdegið þér dvelur hjá

og dimmt er yfir borg,

þá’ erfitt í gleði er að ná

og alla forðast sorg.

 

Þú öðlast samt þann sálarstyrk,

að sækja fram á við,

þá myrkraöflin víkja virk,

víst opnast himins hlið.

 

Þú lífsins nærð að njóta

um nóttu jafnt sem dag

og andans auð að hljóta

og efla sálarhag.

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt