fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

Íslendingar glíma við hættulegri faraldur en COVID – „Við verðum að fara að opna augun fyrir því“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 6. febrúar 2021 19:00

Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lukka Pálsdóttir eins og hún er alltaf kölluð er gjarnan kennd við veitingastaðinn Happ sem hún stofnaði en í dag starfar hún einnig hjá Greenfit þar sem hún berst meðal annars gegn faraldri sem hún segir verri en COVID-19 – ekki síst þar sem Íslendingar geri sér ekki grein fyrir honum. Einn af hverjum fjórum Íslendingum glími við sykursýki eða forstig af henni og flestir séu ómeðvitaðir um ástandið, það eru um hundrað þúsund Íslendingar. Lengi hefur verið bent á að innan fárra ára verði sá sjúkdómur eitt helsta heilbrigðisvandamál hins vestræna heims.

Eftirfarandi er brot úr viðtali við Lukku sem birtist í nýjasta helgarblaði DV

Hættulegri faraldur en COVID?

Tæpt ár er síðan Greenfit tók á móti fyrstu viðskiptavinunum. Lukka segir að hver viðskiptavinur sé einstakur en þó megi greina vissan rauðan þráð þegar yfir heildina er litið.

„Ef það er einhver rauður þráður, þá myndi ég segja hár blóðsykur og lágt D-vítamín.

Það sem veldur okkur þó áhyggjum er að við sjáum oft of háan blóðsykur og insúlín hjá unga fólkinu okkar. Jafnvel íþróttakrakkar í mjög góðu formi mælast með gildi sem geta flokkast sem forstig áunninnar sykursýki. Það er afar slæm þróun og okkur þykir líklegt að orkudrykkir og allt of unninn matur sé farinn að taka toll af heilsu ungmenna sem á eftir að koma betur í ljós á komandi árum.

Það er áhyggjuefni fyrir framtíðina sem ætti að vekja meiri áhyggjur en COVID-faraldurinn. Þetta er mun hættulegri, erfiðari og langvinnari faraldur og á sama tíma dýrari fyrir heilbrigðiskerfið og mun hreinlega setja kerfið okkar góða á hausinn ef við grípum ekki inn í þessa þróun.“

Lukka segir að tölur um aukningu á sykursýki II og fleiri langvinnum sjúkdómum gefi vísbendingar um að okkar kynslóð þurfi ekki einungis að hafa áhyggjur af hjúkrunarrýmum og þjónustu fyrir okkur sjálf þar sem yngri einstaklingar stefni í vanda. „Heldur börnin okkar líka og það verður því enginn til að sinna okkur í ellinni því þau munu þurfa á slíkri þjónustu að halda á undan okkur sjálfum.“

Algengt að D-vítamín mælist lágt

„Það kom okkur svolítið á óvart í fyrstu þar sem umræða hefur verið mikil síðastliðin ár um gagnsemi þess að taka D-vítamín.

D-vítamín er mikilvægt margs konar starfsemi í líkamanum og sér í lagi í dag því gott magn D-vítamína og gott insúlínnæmi eru tvö af þeim atriðum sem við getum passað upp á að hafa í lagi því báðir þessir þættir eru góð forspárgildi fyrir því að fara betur út úr COVID og öðrum veirusýkingum ef þær verða á vegi okkar á annað borð.“

Verðum að opna augun

Lukka segir að um einn af hverjum fjórum Íslendingum glími við sykursýki eða forstig af henni og flestir séu ómeðvitaðir um ástandið, um hundrað þúsund Íslendingar bera því með sér möguleikann á að greinast með þennan hættulega lífsstílstengda sjúkdóm.

„Við erum búin að fá um þúsund manns í blóðprufur og við sjáum að þessi hlutföll eru líklega alveg rétt. Það er mögulega um fjórðungur af Íslendingum með forstigs sykursýki en veit ekki endilega af því.

Við sjáum líka mjög skýrt og greinilega hve mikil áhrif upplýsing getur haft. Nú þegar ár er að verða liðið frá stofnun Greenfit erum við þegar farin að sjá fjölmörg dæmi um einstaklinga sem koma í endurkomu og sjá gríðarlega góða bætingu á mælingum sínum. Við teljum því augljóst að það að þekkja gildin sín og vita hvað við getum gert til að bæta okkur geti skilað miklum árangri. Flestir hafa áhuga á að lifa við góða heilsu.

Við þurfum að fræða og styðja fólk og fátt er meiri hvatning en að sjá mælanlegan árangur.“

Í faraldrinum hafi sóttvarnalæknir og landlæknir verið áberandi í umræðunni og augu og eyru þjóðarinnar hafa verið á þríeykinu allt síðastliðið ár. „Þau hafa haft um það bil 365 tækifæri til að hvetja fólkið í þessari náttúruparadís sem Ísland er til að efla eigin heilsu og innri varnir. Ég vil ekki segja að sóttvarnalæknir og landlæknir séu ekki að standa sig, þau eru frábært fólk sem mikið hefur mætt á og eru að gera rosalega góða hluti. En það er kominn tími til að við tökum fleira inn í umræðuna. Sykursýkisfaraldurinn er meiri ógn en COVID og við verðum að fara að opna augun fyrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Jackson hefur ekki snert heróín í 5 ár – Birtir áhrifaríkt myndband sem sýnir muninn á henni þá og nú

Paris Jackson hefur ekki snert heróín í 5 ár – Birtir áhrifaríkt myndband sem sýnir muninn á henni þá og nú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna