fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Hannaðu þitt eigið líf, er mottó vikunnar.

Fókus
Laugardaginn 30. janúar 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 29. janúar – 04. febrúar

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú ert á spennandi tímamótum í lífinu. Þú finnur það kannski ekki í augnablikinu en þú ert að taka skrefin í áttina að einhverju ótrúlega spennandi. Þú sérð hlutina frá öðru sjónarhorni sem víkkar sjóndeildarhringinn þinn, þar leynast tækifærin.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Hannaðu þitt eigið líf, er mottó vikunnar. Þú hugsar með sjálfu þér hvar og hvernig þú vilt gera breytingar í lífi þínu til að bæði auðvelda það og sinna því best sem þér finnst skemmtilegt að gera og sem veitir þér ánægju í lífinu.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Ég segi þetta gjarnan við fimm ára son minn en að þessu sinni segjum við það við þig, notaðu orðin þín! Ef þér finnst þú vera eitthvað misskilinn þá mælum við með að þú æfir þig að opna þig og ræða málin við vin eða jafnvel sálfræðing.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Fjármálin eru þér ofarlega í huga. Þú ert á réttri braut, loksins að finna aftur fyrir fjárhagslegu öryggi sem hvetur þig til að gera enn betur í þeim málum. Nýtt starf eða aukin vinna er í kortunum hjá þér.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Elsku skínandi Ljón. Maður þarf að setja upp sólgleraugun því það skín svo bjart í kringum þig og það er nú mikið sagt í janúarmánuði en það er einhver djúp breyting innra með þér, þú ert hamingjusamt nákvæmlega þar sem þú ert.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Stundum þarf maður að láta í sér heyra og jafnvel hækka róminn til þess að aðrir sjái mann og heyri. Nokkuð góð vika fram undan en henni fylgir áskorun um að standa með sjálfri þér. Þú munt verða stolt af þér eftir á.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú ert tilfinningavera sem finnur mikið fyrir veðrinu og þegar það er lægð þá reynir aðeins á Vogina. Hún á erfitt með að vakna og finna metnaðinn sinn. Þú tekur smá skref í réttu áttina þessa vikuna. Hressandi göngutúrar munu bæta og kæta.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Erfiðar ákvarðanir sem tengjast vinnumálum koma upp hjá þér. Þú ert samt svo mikill „business“ nagli að þú ferð rétt að málum og gerir það sem þú þarft að gera til þess að láta allt ganga upp.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Það fá allir öðru hverju snögga og mikla löngun til þess að endurskapa sig. Þessi hvatvísi og orka gæti endað í áhugaverðri klippingu, skrítnum fatakaupum eða öðru skemmtilegu flippi. Við fylgjumst spennt með Bogmanninum þessa dagana.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

„Ring, ring. Hæ þetta er árið 1980 við viljum fá fötin okkar til baka.“ Bara grín. Við dáumst að því hvað þú ert með einstakan stíl. Þessa vikuna nýtur þú þín í þínu sanna sjálfi og sýnir öllum hvað í þér býr og gerir það í einhverju geggjuðu „outfitti“.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þér leiðist smá og þú þarfnast tilbreytingar. Finndu hana í litlu hlutunum, til dæmis með því að fara á annað kaffihús en venjulega eða hitta fólk sem þú hefur ekki séð lengi. Brjóttu rútínuna þína aðeins upp og þér mun strax líða betur.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Elsku Fiskur. Yfirnáttúrlegir hlutir eru að gerast hjá Fiskunum og þú spyrð þig hvort þú sért nokkuð að missa vitið. Skrítnir draumar og/eða skilaboð að handan. Hvað er verið að reyna að segja þér? Gefðu þér tíma til þess að taka v

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“