Frá og með 18. janúar verður fréttatími Stöðvar 2 í læstri dagskrá og aðeins aðgengilegur áskrifendum. Fjölmiðlakonan Edda Andrésdóttir er öllum landsmönnum kunn og þulur í fréttatímanum. Hún er gift Stefáni Ólafssyni félagsfræðingi og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Edda er Steingeit og Stefán er Vatnsberi. Þegar þessi tvö merki koma saman þá draga þau fram það jákvæða hvort í fari annars. Steingeitin er varkár og afar skynsöm á meðan Vatnsberinn er mikil hugsjónamanneskja. Á yfirborðinu virðast þau vera algjörar andstæður en þeirra samband er sterkt.
Þau eru bæði með sterkar skoðanir á öllu en tekst að ræða málin með ótrúlegri yfirvegun. Steingeitin þrífst á skipulagi og Vatnsberinn skilur oft ekki þessa áráttu, en kann að meta öryggið sem fylgir henni.
Lykillinn er málamiðlun. Þau þurfa að vera reiðubúin að leggja spilin á borðið og koma til móts hvort við annað.
28. desember 1952
Steingeit
29. janúar 1951
Vatnsberi