fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Stofnandi Twitter fylgir nú Haraldi – „Fokking loksins“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 11:02

Haraldur Þorleifsson, stofnandi og eigandi Ueno.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Þorleifsson, stofnandi vefhönnunarfyrirtækisins Ueno, náði svo sannarlegum mögnuðum árangri þegar kemur að samfélagsmiðlum í gær en stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, ákvað að fylgja Haraldi á Twitter í gær. Haraldur er einn af rúmlega fjögur þúsund manns sem Jack fylgir á Twitter.

Haraldur hefur náð gríðarlega góðum árangri að undanförnu með Ueno en fyrirtækið hefur þénað meira en 2 milljarða. Hann hefur unnið fyrir risafyrirtæki eins og Apple, Facebook, Google og einmitt Twitter líka. Nýlega var fyrirtækið Uueno keypt af engum öðrum en Twitter og er það líklega ein af ástæðunum fyrir því að Jack ákvað að fylgja Haraldi.

„Fucking finally,“ eða „fokking loksins“ á íslensku, sagði Haraldur þegar hann vakti athygli á nýjasta fylgjanda sínum á Twitter í gær.

Haraldur, sem er menntaður í viðskiptafræði, hagfræði, heimspeki og þróunarfræði, hefur talað opinskátt um áfengisvandamál sem hann glímdi við en einnig um önnur áföll í lífi sínu. Hann fór nýlega í hlaðvarpsþáttinn The Snorri Björns Podcast Show og ræddi þar um allt milli himins og jarðar. „Hann ákvað að sjá hversu miklu hann kæmi í verk ef hann sleppti áfenginu og þénaði í kjölfarið milljón dollara á einu ári meðan hann ferðaðist um heiminn og hannaði fyrir tæknirisana í Kísildal,“ segir Snorri í lýsingunni á þættinum.

„Hann talar opinskátt um reynslu sína af áfengi, þunglyndislyfjum, sigrunum og ósigrunum í áttina að því að vinna fyrir fyrirtæki eins og Apple, Facebook, Twitter, PayPal, Google, WalMart og uppbyggingu Ueno.“

Hér geturðu hlustað á hlaðvarpsþáttinn hans Snorra þar sem rætt er við Harald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife