fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Sakamál: Hræðilegt slys eða kaldrifjað morð? – Lúxuslífið endaði ekki vel

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 23. janúar 2021 20:00

Til vinstri: Diane McIver, Mynd/Linda og Rance Winkle - Til hægri Tex og Diane McIver, Skjáskot/CBSnews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Tex og Diane McIver voru vel stæð, Tex var lögfræðingur og varastjórnarformaður á lögfræðistofu sinni en Diane var sterk og öflug viðskiptakona, þekkt fyrir gjafmildi. Allt virtist leika í lyndi þar til góður dagur var að kvöldi kominn.

Saman áttu hjónin risastóran búgarð í Putnam-sýslu í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum og fínt heimili í úthverfi borgarinnar Atlanta. Í september árið 2016 voru hjónin að gera sér glaðan dag, fóru í golf og vínsmökkun. Þegar dagurinn var að kvöldi kominn bauðst góð vinkona Diane, Dani Jo, til að keyra þau heim. Dani Jo hafði ekki neytt áfengis þann daginn, ólíkt hjónunum.

Á leiðinni heim ákvað Dani að taka krókaleið, líklegast vegna mikillar umferðar á hraðbrautinni. Tex, sem hafði á leiðinni sofnað í aftursæt-inu, vaknaði þegar Dani ók í gegnum hverfi sem honum finnst ansi skuggalegt. Tex, sem þá virtist vera áhyggjufullur, bað eiginkonuna sína um að rétta sér byssuna sína sem var geymd í plastpoka á milli sætanna.

Sofnaði með byssuna

Tex tók við byssunni og hélt á henni. Hann hlýtur að hafa verið þreyttur eftir daginn því hann sofnaði fljótlega aftur með byssuna í kjöltunni. Hann vaknaði síðan við byssuskot, skot sem hljóp úr byssunni hans á meðan hann svaf – eða það er allavega það sem hann vill meina að hafi gerst. Skotið fór nefnilega beint í gegnum framsætið og í bakið á eiginkonu hans.

Málið er töluvert flóknara en það virtist vera í fyrstu. Þegar rannsókn á málinu var fyrst opnuð var gengið út frá því að um slys væri að ræða, hræðilegt slys. Tex mætti í yfirheyrslur hjá lögreglunni og sagðist vera miður sín og að hann hefði gert allt sem hann gæti til að bjarga eiginkonu sinni. Hann sagði til að mynda að hann hefði hvatt Dani Jo til að gefa í svo þau kæmust fyrr á sjúkrahús með Diane. Tex sagði Dani að keyra á Emory-sjúkrahúsið. Diane lést 63 ára að aldri, skömmu eftir að þau mættu með hana á bráðamóttöku sjúkrahússins.

Undarleg ákvörðun

Nokkrum dögum eftir andlát Diane fór lögreglan að velta því fyrir sér hversu óvart skotinu hefði verið hleypt af. Það vakti til dæmis athygli lögreglunnar að Emory-sjúkrahúsið var tiltölulega langt í burtu frá staðnum sem skotinu var hleypt af. Þrjú önnur sjúkrahús voru mun nær þeim heldur en Emory-sjúkrahúsið. Það var því afar undarlegt að Tex skyldi ákveða að fara þangað með Diane.

Fleira vakti athygli lögreglunnar sem rannsakaði málið. Tex hafði sagt að skotið hefði hlaupið af byssunni eftir að Dani keyrði yfir hraðahindrun. Dani sagði hins vegar að bíllinn hefði verið stopp á rauðu ljósi þegar Diane fékk skotið í bakið.

Seldi dýru fötin og skartgripina hennar

Nokkrum vikum eftir að Diane lét lífið komu upp-lýsingar í ljós um eignir Tex McIven, eða öllu heldur skortinn á þeim. Tex skuldaði eiginkonu sinni peninga og það var alls ekkert klink sem hann skuldaði. Tex hafði fengið 350 þúsund Bandaríkjadali lánaða hjá Diane. Einhverjum gæti þótt skrýtið að hjón væru að lána hvort öðru peninga en McIven-hjónin höfðu ákveðið að sameina ekki fjármálin sín við giftinguna. Tex fékk lánið í lok árs 2011 og átti að borga það með vöxtum í lok ársins 2014. Þegar Tex náði ekki að borga lánið til baka lengdi Diane frestinn um þrjú ár.

Þá tók það ekki langan tíma fyrir Tex að selja dýru fötin og skartgripina sem Diane átti. Hann seldi yfir 2.000 hluti sem voru í hennar eigu, einungis tveimur mánuðum eftir að hún lést.

Eftir þetta var Tex ákærður fyrir að myrða Diane, ekki af slysni heldur af ásetningi. Saksóknararnir í málinu vildu meina að dauði Diane hefði verið skipulagður af eiginmanni hennar.

„Hann sagði að ég þyrfti að passa mig“

Saksóknararnir í málinu sýndu kviðdóminum allt þetta við réttarhöldin og meira til. Þeir sýndu til að mynda fram á að Diane ætl-aði að gefa guðsyni sínum, hinum sjö ára gamla Austin Schwall, búgarðinn sem þau hjónin áttu. Því var Tex ekki sammála.Næsta trompið á hendi saksóknaranna var fyrsta vitnið, Dani Jo Carter, bílstjóri hjónanna þessa örlagaríku nótt. „Ég heyrði hvell og vissi ekki hvaðan hann kom, ég hélt að það hefði orðið sprenging einhvers staðar,“ sagði Dani. „Ég gerði mér ekki strax grein fyrir að um byssuskot væri að ræða.“

Dani segist hafa haldið fyrst að þetta væri einhvers konar brandari. Þegar hún sá að svo var ekki hugsaði hún að næstu mínútur væru gríðarlega mikilvægar, hún yrði að drífa sig á spítalann til að bjarga lífi vinkonu sinnar.

Hún brunaði af stað á spítalann en heyrði líf vinkonu sinnar fjara út. Tex hafði áður sagt að hann hefði hvatt Dani til að keyra hraðar en annað kom í ljós í dómsalnum. Tex sagði henni að keyra hægar.

„Hann sagði að ég þyrfti að passa mig. Að það gæti verið fólk þarna úti með barnavagna,“ sagði Dani. Þá sagði hún einnig að Tex hefði hvatt hana til að ljúga að yfirvöldum um aðild sína að málinu.

Hræðilegt slys eða kaldrifjað morð?

Það tók langan tíma en kvið-dómurinn komst loks að niðurstöðu um hvort um hræðilegt slys hefði verið að ræða eða kaldrifjað morð. Tex var ekki dæmdur sekur um morð að yfirlögðu ráði, hann var hins vegar dæmdur sekur um kaldrifjað morð af annarri gráðu, það er að hann hefði vísvitandi drepið eiginkonu sína.

Tex McIver var dæmdur í lífstíðarfangelsi en hann þarf að sitja inni í að minnsta kosti 30 ár. Þar sem hann var á áttræðisaldri þegar dómurinn féll er afar líklegt að hann eyði því sem eftir er af æv-inni á bak við lás og slá. Þar sem hann var dæmdur sekur um morð fær hann ekki krónu af þeim 7 milljónum Bandaríkjadala sem Diane átti þegar hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna