fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 23. janúar 2021 12:32

Mynd: Skjáskot af IMDB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Kristín Lea Sigríðardóttir er eini starfandi nándarþjálfinn hér á landi. Ita O’Brien er forsprakki nándarþálfunarinnar en Kristín fór á námskeið há henni um þjálfunina. Kristín ræddi um starfið í Lestinni á Rás 1.

Þar segir Kristín að nándarþjálfunin hafi sprottið af #MeToo byltingunni. „Það er Harvey Weinstein sem kemur þeim bolta af stað eins og flestir þekkja. Þá er kallað eftir breytingum og sérstaklega þar sem að þetta sprettur út úr kvikmyndabransanum þá þurfti að gera eitthvað þar,“ segir hún. „Allir sem ég hitti í vinnunni veltu fyrir sér af hverju þetta hefði ekki komið fyrr. En sem betur fer er þetta komið núna.“

Kristín segir að það sé mikill vilji innan kvikmyndagerðarstéttarinnar til að bæta vinnuumhverfið þegar kemur að mörkum leikara en nándarþjálfunin hjálpar til við það. „Þetta er ekki bara gott fyrir leikara, heldur fyrir framleiðsluna og leikstjóra líka. Það vill enginn lenda í óþægilegri stöðu. Það er heldur enginn að reyna það en það getur allt gerst ef það er ekki hugsað út í þessa hluti,“ segir hún.

Sérkunnátta Kristínar kom að góðum notum við gerð kvikmyndarinnar Berdreymi. „Það var sem sagt erfið sena þar sem það var ekki samþykki fyrir kynlífi í atriðinu. [Drengirnir] voru undir lögaldri þannig að þetta var mjög vandmeðfarið,“ segir hún.

Nándarþjálfunin fyrir senur eins og þessa fer þannig fram að það er byrjað að fara yfir senunaog öll mörk, samþykki og hvaðmá snerta. „Við erum ekkert að nota feluorð, við þurfum að tala eins og hlutirnir eru. Eftir það förum við í „róbótaæfingu“, þar sem við göngum í gegnum senuna, þegar við til dæmis snertum öxlina á hinum eigum við að segja hvað við finnum,“ segir hún.

„Við gerum þessar hreyfingar aftur og tölum út frá karakternum og hvernig honum líður. Á þessum tímapunkti erum við aldrei að sýna tilfinningar eða leika, þetta er allt vélrænt. Það er engin snerting sem er ekki leyfileg og enginn eiginleg nánd þannig séð. Síðan gerum við þetta einu sinni eða tvisvar, eftir aðstæðum, og förum í tökur ef allt gengur vel.“

Samkvæmt Kristínu er þetta nándarþjálfunin eitthvað sem á eftir að festa sig í sessi í kvikmyndagerðarbransanum. „Þetta eru ekki bara kynlífssenur, heldur líka ef það er einhvers konar nekt og berskjöldun. Þetta er komið til að vera og það er gríðarleg eftirspurn, ég finn það. Vonandi fara fleiri út í þetta. Þetta er að mótast hérna á Íslandi, það þarf að sjá hvernig þetta fer.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“