fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eiginmaðurinn hefur aldrei séð hana „venjulega“ – Sjáðu viðbrögðin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. janúar 2021 12:02

Svakaleg breyting.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emily Boo er svokallaður „gothari“. Hún hefur verið svartklædd frá táningsaldri og byrjaði að gata sig um tólf ára aldur. Hún er með yfir 150 húðflúr og göt víðs vegar um líkamann. Eiginmaður hennar og sex ára dóttir hafa aldrei séð hana „venjulega“, en í nýjum þætti hjá vefmiðlinum Truly prófar hún það í fyrsta sinn.

Emily Boo. Mynd/YouTube

„Ég hata orðið „venjuleg“ því „venjulegt“ er ekki til, en ég ætla að breyta mér í stelpu sem klæðist gallabuxum og drekkur Pumpkin Spice latte. Svona „basic bitches.“ Afsakið,“ segir Emily og hlær.

Emily segir að hún hafi lengi fengið mjög neikvæða athygli á götum úti, en það hafi minnkað til muna eftir að hún eignaðist dóttur sína. „Þegar fólk sér þig ganga með barn, þá heldur það frekar aftur af sér en að segja eitthvað ljótt,“ segir hún.

Fyrir og eftir.

Það er ótrúlegur munur á Emily, en eiginmaður hennar og dóttir eru sammála um að Emily sé fallegri sem „goth“.

Emily segir að eini lærdómurinn sem hún tekur frá þessu ferli undirstriki það sem hún vissi áður, að maður eigi að vera bara nákvæmlega eins og maður vill og gerir mann hamingjusaman.

Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart