Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, er 73 ára í dag. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er einn af hans nánustu vinum og helsti aðdáandi, að minnsta kosti hvað pólitík snertir.
Á afmælisdegi vinar síns birtir Hannes þessar æskumyndir af honum. Eins og Hannes segir sjálfur í stöðufærslu með myndunum er Davíð 10 ára á myndinni til vinstri og 15 ára á myndinni til hægri.