fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna?

Fókus
Laugardaginn 16. janúar 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 15. janúar – 21. janúar

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Nú verða þér allir vegir færir, eða færari öllu heldur. Þú hefur ekki átt auðveldustu vikurnar upp á síðkastið en sérð nú fyrir endann á því. Þú hefur fengið það svigrúm sem þú þurftir til þess að núllstilla þig. Fjárfestu í sjálfum þér er mottó komandi daga!

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Lausn við ákveðnu vandamáli eða svar við spurningu sem þú hefur gengið með í kollinum síðustu misseri kemur til þín. Verður mikið „aha“ augnablik því lausnin eða svarið verður svo skýrt og augljóst. Niðurstaða sem mun færa þér mikla gleði.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Should I stay or should I go now? er lag vikunnar hjá sæta tvíbbanum. Þú veist ekki alveg í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hvernig væri bara að stíga lítinn dans í staðinn? Þú hefur mikla þörf fyrir breytingar

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þetta verður góð vika varðandi peninga fyrir Krabbann. Einhver ákvörðun eða tækifæri sem kemur upp mun skila vel af sér. Stöðuhækkun eða aukin viðskipti eru í orkunni sem umlykur þig. Þú segir „já, takk“ og „loksins“, enda hefur þú beðið eftir þessu.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ástamál eru þér ofarlega í huga. Ef þú ert einhleypt þá þarftu að stíga út fyrir þægindarammann og taka fyrsta skrefið. Ef þú ert hins vegar í sambandi þá er kannski komið að þér að leggja eitthvað Icy Spicy tilboð á borðið. Málin eru í þínum höndum.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Horfðu í spegilinn og segðu eftirfarandi: „Ég get, ég ætla, ég skal!“ Þú hefur haft einhverjar efasemdir upp á síðkastið en finnur kraftinn og fókusinn þinn á ný. Þú ert færari í að sjá framfarirnar í litlu skrefunum, sem síðan munu koma þér á leiðarenda.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Á meðan þú lofar þér að fara rólega inn í árið þá sérðu fyrir þér stóra hluti á árinu. Þú ert tilbúin í breytingar og ný tækifæri. Þessa vikuna leggur þú grunnvinnu að þeim verkefnum sem munu koma til þín. Einn tölvupóstur er mögulega byrjunin á nýju ævintýri.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Sporðdrekinn fær spennandi fréttir þessa vikuna frá kærum fjölskyldumeðlim. Þú nýtur þín í faðmi fjölskyldunnar og tekur því óvenju rólega miðað við hversu ör þú ert venjulega, elsku Sporðdreki. Savasana er mantran þín.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þó að þú skiljir manna best hugtakið að eyða peningum til þess að búa til peninga þá þýðir það ekki að það taki ekki aðeins á taugarnar. Ekkert sem eitt stykki gott Excel-skjal og rauðvínsglas getur ekki lagað. Gefðu þér góðan tíma til þess að skipuleggja vel næstu skref til þess að halda utan um planið.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Neyðin kennir naktri konu að spinna og þú ert síður en svo allsber. Þínum plönum var hent út um gluggann en þannig byrja bestu ævintýrin. Þú ert til í þessar breyttu aðstæður og hefst handa við að búa til ný tækifæri.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú ert óvenju eirðarlaus þessa vikuna og finnur þér alls konar skemmtilegt að gera. Þú gengur á nokkur fjöll, ferð í sjósund, bakar nokkrar kökur og heldur eitt lítið og gott matarboð. Skemmtileg og uppátækjasöm vika fram undan

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Ekki örvænta þótt það verði ekki mikið úr vikunni. Þú eyðir megninu af tímanum í dagdrauma sem eru alls ekki sóun á tíma því það getur verið byrjunin á einhverju mögnuðu! Það er „Manifest“ vika fram undan hjá flæðandi Fisknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss