fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 10:27

Jessica hefur verið lömuð fyrir neðan mitti í sex ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Tawil er 22 ára, frá New Jersey og lömuð fyrir neðan mitti. Hún byrjaði að deila myndböndum á TikTok í nóvember í fyrra og hefur síðan þá fengið tæplega milljón fylgjendur og vakið athygli fjölmiðla, meðal annars BuzzFeed.

Jessica sýnir frá daglegu lífi sínu á samfélagsmiðlum, hvernig það er að vera ung kona í hjólastól og hvaða áhrif það hefur á líf hennar.

Í nýju myndbandi er hún með eins konar sýnikennslu sem allir geta prófað. Með því að framkvæma einfalda handaræfingu getur þú „fundið“ hvernig það er að vera lamaður. Jessica man þegar hún fann fyrst þessa æfingu.

„Mér fannst þetta ótrúlegt því mér líður nákvæmlega svona í fótunum eins og mér leið í fingrunum,“ segir hún.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og hafa fjölmargir skrifað við það og sagt æfinguna hafa verið kvíðavaldandi og þeim hafi ekki líkað tilfinningin.

Horfðu á myndbandið hér að neðan og prófaðu æfinguna.

@jesstawil#foryoupage #fyp #foryou #whatilearned #stemlife #needtoknow #weekendvibes #bekind #spinalcordinjury #productivity #disability #medical #paralyzed♬ Epic Emotional – AShamaluevMusic

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram