fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Jeffree Star tjáir sig um orðróminn um hann og Kanye West – „Ég ætla að segja þetta einu sinni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. janúar 2021 11:00

Jeffree Star og Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var greint frá því að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og tónlistarmaðurinn Kanye West væru að skilja að borði og sæng.

Í kjölfarið fór af stað sá orðrómur að Kanye West væri að sofa hjá Jeffree Star, sem er bandarísk samfélagsmiðlastjarna, snyrtivörumógull og milljarðamæringur. Fjöldi fjölmiðla vestanhafs greindu frá orðróminum og varð allt vitlaust á TikTok, þar sem orðrómurinn átti uppsprettu sína.

Sjá einnig: Þrálátur orðrómur gengur um Kanye West og Jeffree Star

Jeffree Star á höll í Los Angeles, en hann á einnig heimili í Wyoming. Kanye West á sveitabúgarð í Wyoming og hefur varið miklum tíma þar undanfarið. Til að mynda var hann um jólin þar á meðan Kim var með börnin á heimili þeirra í Los Angeles.

En það eru einu tengslin sem Kanye West og Jeffree hafa að sögn Jeffree sem tjáir sig um málið í nýju myndbandi á YouTube.

„Einhver stelpa bjó til lygi á TikTok sem varð „viral“, hún gaf í skyn að Kim og Kanye séu að skilja vegna þess að karlkyns fegurðaráhrifavaldur sé að sofa hjá honum,“ segir Jeffree og bætir við að fjöldi fjölmiðla hafi reynt að hafa samband við hann í gær og spyrja hann út í málið.

„Ég ætla að segja þetta einu sinni, ég er hrifinn af mjög hávöxnum karlmönnum og ég og Kanye höfum aldrei varið tíma saman. Ef þetta er byrjunin á nýja árinu þá gleðilegt nýtt ár,“ segir hann.

„Ef Kris Jenner skipulagði þetta allt saman, þá gleðilegt nýtt ár elskan.“

Kanye West er 1,73 metrar að hæð, og er þá Jeffree Star líklegast að meina að Kanye sé „of lágvaxinn fyrir hann.“

Tekur lygina til baka

Áhrifavaldurinn sem byrjaði orðróminn, Ava Louise, viðurkennir að hún hafi logið þessu öllu saman.

„Þetta er allt lygi, það er ekki eitt sannleikskorn í þessu sem ég sagði. Ég plataði allt netið í að tala um mig aftur því ég var á of miklu Adderall [innsk. blaðamanns: örvandi efni] og leiddist,“ segir Ava í myndbandi á TikTok og spyr svo: „En við skemmtum okkur öll er það ekki?“

@realavalouiisei was gunna wait to expose myself but clout chasing locals I thought were my Friends wanna do it first 💅🏻 lame♬ original sound – Ava Louise

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco