Það er hollt og gott að sofa nakin. Hvort sem þú sefur ein eða með maka þínum hefur það marga kosti að sofa nakin.
Hér eru níu ástæður fyrir því að þú ættir að sofa nakin. Women’s Health Magazine greinir frá.
Samkvæmt National Sleep Foundation þá kallast tíminn sem það tekur frá því að þú ert glaðvakandi og steinsofandi, SOL (sleep onset latency). SOL hefur bein áhrif á svefninn þinn. Góð leið til að minnka tímann sem það tekur að sofna er að lækka líkamsstig þitt. Ein leið til að gera það er að fara úr fötunum.
Að lækka líkamshitann þinn á ekki einungis eftir að hjálpa þér að vera fljótari að sofna. Heldur einnig að sofa betur. Samkvæmt Dr. Winter, svefnsérfræðing og höfundi The Sleep Solution: Why Your Sleep Is Broken and How to Fix It, eru átján gráður besta hitastigið fyrir svefn.
Fólk sem sefur nakið er líklegra til að vera í hamingjusömu sambandi samkvæmt könnun Cotton USA. Þúsund manns tóku þátt í könnuninni í Bretlandi og sögðu 57 prósent þeirra sem sofa nakin vera hamingjusöm í sambandi sínu. 48 prósent þeirra sem sofa í náttfötum sögðust vera hamingjusöm.
Þetta er hins vegar langt frá því að vera marktæk rannsókn en áhugaverðar niðurstöður samt sem áður.
Þegar þú myndar skinn-við-skinn samband losar heilinn þinn um oxýtósín sem minnkar stress. Þetta á ekki við um aðila sem sofa einir. En bara það að fjarlæga fötin þín áður en þú ferð að sofa getur dregið úr stressi fyrir suma samkvæmt Dr. Winter.
Þó svo að meira kynlíf þýði ekki endilega betra kynlíf, en þá eykur það líkurnar að þú stundir meira kynlíf ef þú sefur nakin.
Það er gott fyrir píkuna þína að sofa nakin. Það gefur henni séns á því að anda og getur einnig bætt almenna heilsu þína, samkvæmt Dr. Winter. Þröngar og sveittar nærbuxur geta aukið líkurnar á sveppasýkingu.
Að sofa nakin hjálpar hitastiginu þínu að lækka sem gerir að verkum að þú nærð betri djúpsvefni. Því meiri djúpsvefn sem þú færð því meiri eru líkurnar að þú grennist.
Eitt vel geymt leyndarmál þess að vera unglegri er að fá góðan nætursvefn.
Að sofa nakin er frábær leið til að líða betur í þínu eigin skinni (bókstaflega) og auka sjálfstraust þitt í leiðinni. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar getur það hjálpað líkamsímynd þinni og sjálfsöryggi að vera nakin hluta af deginum.