fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Kim og Kanye að skilja

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 6. janúar 2021 01:18

Kim Kardashian og Kanye West.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og tónlistarmaðurinn Kanye West eru að skilja á borði og sæng. Slúðurmiðillinn Page Six greinir frá þessu, en í frétt þeirra er fullyrt að margir heimildarmenn staðfesti fregnirnar.

Fram kemur að lögmaður Kim verði Laura Wasser, sem hefur hlotið nafnbótina lögfræðingur stjarnanna í skilnaðarmálum.

Undanfarið hefur verið fjallað um mögulega erfiðleika í sambandi þeirra. Kim virtist hætt að ganga með giftingarhringinn og þau eyddu jólunum á sitthvorum staðnum, hún með fjölskyldu þeirra, en hann á sveitbúgarð sínum í Wyoming.

Í síðastliðnum júlímánuði sagðist Kanye hafa viljað fá skilnað í nokkurn tíma, eða frá því að Kim hitt rapparann Meek Mill á hóteli í nóvember 2018. Einnig kallaði hann móður Kim, Kris Jenner uppnefninu „Kris Jong-Un“, og fullyrti að fjölskylda hennar væri að reyna neyða hann í meðferð vegna geðrænna veikinda sinna.

Samkvæmt heimildarmanni Page Six var það Kim sem fékk Kanye til að vera á búgarðinum yfir hátíðirnar. Það væri hluti af því að aðskilja líf þeirra. Þá hafi Kim gert mikið til að vernda og hjálpa Kanye í baráttu hans við andleg veikindi, en finnist hún nú vera að „vaxa upp úr“ sambandinu.

Þá á líf Kim sem raunveruleikastjörnu að fara verulega í taugarnar á Kanye, sem hreinlega þoli ekki raunveruleikaþáttinn Keeping up with the Kardashians.

Þegar kemur að því að gera upp eignir er talið að heimili þeirra í Kaliforníu-ríki verði eitt helsta ágreiningsmálið. Kim er eigandi lóðarinnar, en Kanye á sjálft húsið. Þau eiga að hafa eitt heilum 40 miljónum bandaríkjadölum í húsið, en Kanye átti stóran hluta í að hanna það. Kim er sögð vilja halda í það vegna barna þeirra sem hafa alist upp í húsinu.

Kim Kardashian og Kanye West giftust árið 2014. Þau eiga saman fjögur börn. Þau hafa verið eitt mest áberandi stjörnupar seinni ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk