Það er ofboðslega hvimleitt að vera búinn að elda dýrindismat, setjast niður við átu en sjá síðan að fötin eru útötuð í fitublettum eftir eldamennskuna.
Það er hins vegar leikur einn að ná fitublettum úr fötum ef marka má frábært ráð á vefnum Taste of Home. Þetta ráð kemur úr smiðju konu að nafni Jean Reeves.
„Verandi klaufi hef ég þurft að læra að ná fitublettum úr fötum. Ég nota hvíta krít þegar um fitublett er að ræða. Ég nudda krítinni á blettinn og krítarduftið sýgur í sig fituna þannig að bletturinn hverfur í þvotti,“ segir hún.
En sniðugt!