fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eiginmaðurinn sagði henni upp daginn eftir brúðkaupið: „Öfundsjúka tengdamóðir mín lét hann velja aðra okkar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. september 2020 12:44

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir tengdamóður sína hafa eyðilagt draumabrúðkaup sitt og í kjölfarið hafi eiginmaður hennar farið frá henni, aðeins sólarhring eftir að þau gengu í það heilaga.

Brúðurin Jillian segir sögu sína í myndbandi á TikTok, sem hefur síðan þá fengið tæplega 14 milljón áhorf.

Brúðkaupið var á strönd í Mexíkó og segir Jillian það hafa verið fallegt. En allt breyttist eftir að tengdamóðir hennar „hélt fund“ (e. intervention) og krafðist þess að sonur hennar myndi velja á milli hennar og nýju eiginkonu sinnar.

„Hann tók af sér giftingarhringinn og sagði mér upp, bókstaflega daginn eftir brúðkaupið,“ segir Jillian. Hún heldur því fram að tengdamóðir hennar hafi verið „öfundsjúk“ yfir athyglinni sem sonur hennar var að veita nýju eiginkonu sinni.

Jillian deildi myndum úr brúðkaupinu.

Jillian var í ástarsorg og þurfti að komast heim en gat það ekki vegna þess að Kanada hafði lokað landamærunum vegna kórónuveirunnar. Svo þegar hún komst loksins heim gat hún ekki lengur búið í sömu íbúð og áður, því hún deildi íbúðinni með sínum fyrrverandi og fjölskylda hans bannaði þeim að hittast. Hún reyndi að tala við hann um skilnað, en segist hafa fengið þau svör að þau gætu ekki skilið fyrr en eftir þrjú ár, því hann var að fara að flytja. Að lokum segir hún að fyrrverandi maðurinn hennar hafi gengið til liðs við sirkus, en það er óvíst hvort hún var að grínast eða ekki.

@jillian_dianatrue story. ##fyp ##foryoupage ##putyourfingerdown ##HurtMyFeelings ##SongOfTheSummer♬ original sound – jillian_diana

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netheima og svaraði Jillian spurningum netverja um hjónabandið. Eins og af hverju þau ógiltu ekki hjónabandið. Samkvæmt henni er ekki hægt að fá ógildingu í Kanada og það er erfitt að fá skilnað þar sem eiginmaður hennar ákvað skyndilega að flytja.

Systir brúðgumans neitar þessu staðfastlega á Twitter og segir Jillian ljúga. „Við erum stuðningsrík fjölskylda,“ segir hún og bætir við að samband bróður hennar og Jillian hafi verið stór mistök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart