fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

„Á hinsegin nótum“ í Hörpu – Tónlist hinsegin listamanna spiluð og gerð skil

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 18:34

mynd/hinsegindagar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á hinsegin nótum“ er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hörpu næsta laugardag klukkan 16. Þar koma saman fjórir íslenskir tónlistarmenn og flytja þeir verk höfunda sem eiga það sameiginlegt að vera hinsegin.

Meðal þeirra tónskálda sem eiga hlut að máli eru Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Stephen Sondheim. Einnig verða flutt verk eftir franska barokktónskáldið Jean-Baptiste Lully og hina ensku Ethel Smyth, sem var súffragetta og áberandi í tónlistarlífi Englands á fyrstu áratugum 20. aldar.

Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari sem jafnframt kynnir efnisskrána. „Þetta er einstakt tækifæri til að heyra tónlist sem er mjög ólík, samin í ýmsum stíltegundum og á ólíkum tímabilum, en á þetta tiltekna atriði sameiginlegt,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari og tónlistarfræðingur. “Með þessu viljum við beina sjónum að því sem hefur verið þurrkað út úr tónlistarsögunni í gegnum árin. Það hefur nefnilega viljað brenna við í umfjöllun um tónlist að mikið er gert úr einkalífi gagnkynhneigðra tónskálda á meðan allt sem tengist lífi hinsegin tónskálda er þaggað niður. Almenningur veit líklega meira um það hverjar voru eiginkonur Mozarts eða Schumanns, heldur en það hverjir voru lífsförunautar og áhrifavaldar í lífi til dæmis Benjamins Britten eða John Cage. Þessir tónleikar eru tilraun til að bæta úr þessu, því að á milli verka verða stuttar kynningar þar sem sagt verður frá tónskáldunum og lífi þeirra í þessu samhengi.“

Tónleikarnir standa í um klukkustund án hlés og eru haldnir í samstarfi við Hinsegin daga. Áttu tónleikarnir upphaflega að vera hluti Hinsegin daga sem voru blásnir af vegna Covid faraldursins. Í tilkynningu viðburðarins kemur fram að gætt verður fyllstu sóttvarnaráðstafana og tveggja metra reglan verður í heiðri höfð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“