fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Laufey vekur athygli Billie Eilish – Deilir myndbandinu til 66 milljóna fylgjenda

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 2. september 2020 23:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billie Eilish, ein vinsælasta söngkona heims, deildi í dag myndbandi sem Laufey Lín Jónsdóttir birti á Instagram-síðu sinni.

Í myndandinu sem um ræðir er Laufey að syngja frábæra ábreiðu af laginu My Future eftir Billie Eilish. Þremur tímum eftir að Laufey birti myndbandið þá deildi Billie myndbandinu á Instagram-síðu sinni en rúmlega 66 milljón manns fylgja henni þar.

Myndband Laufeyjar hefur fengið afar góð viðbrögð en rúmlega 70 þúsund manns hafa líkað við það þegar þessi frétt er skrifuð. Laufey tjáði sig um deilinguna á myndbandinu á Instagram-síðu sinni. Þar sagði hún að þetta væri óraunverulegt.

Þá vakti tónlistarmaðurinn Auður vakti athygli á deilingunni á Twitter-síðu sinni í kvöld. „Er búinn að vinna aðeins með Laufeyju og hef aldrei kynnst öðru eins talenti,“ sagði Auður.

Hér fyrir neðan má sjá myndband Laufeyjar:

https://www.instagram.com/p/CEpFSi4HeHW/

„Ég fæ alltaf í magann“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Laufey vekur athygli hjá einhverjum frægum í Bandaríkjunum. Banda­ríski leik­ar­inn Josh Radn­or, sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir leika Ted Mos­by í sjónvarpsþátt­un­um How I met your mot­her, fylgdi Laufey á Instagram í maí á þessu ári í kjölfar þess að hún gaf út smáskífu sem naut mikilla vinsælda á stuttum tíma.

„Þegar Josh Radn­or „followaði“ mig fyrst þá fattaði ég ekki að þetta væri Ted Mos­by. Ég kannaðist eitt­hvað við nafnið hans og skoðaði síðuna hans en áttaði mig samt ekki á að þetta væri hann þótt ég hafi horft á How I met your mot­her margoft. Það var ekki fyrr en ein­hver benti mér á að Ted Mos­by væri að „followa“ mig að ég tengdi allt sam­an,“ sagði Laufey í samtali við Mbl.is fyrr á árinu. „Ég fæ svo alltaf í mag­ann þegar tón­list­ar­menn sem ég hef dáðst að í gegn­um tíðina fylgja mér og senda mér kveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun