Ef þú vilt byrja daginn vel þá eru sjö „dauðasyndir“ sem ekki má fremja því annars er hætt við að dagurinn verði ekki eins góður og vonir standa til. Breska dagblaðið The Independent tók saman lista yfir þessar sjö „dauðasyndir“.
Í stuttu máli er líkaminn þannig gerður að þegar fólk vaknar eftir langan nætursvefn þá er líkaminn búinn að undirbúa sig undir það að vakna og því er svefninn orðinn léttur. Ef þú „snúsar“ og sofnar aftur heldur líkaminn að nú sé kominn svefntími aftur og þegar þú vaknar aftur eftir nokkrar mínútur er það úr djúpum svefni og því verður upphaf dagsins erfitt.
Í líkamanum er efnið hýdrókortisón sem veitir þá tilfinningu að við séum betur vakandi en ef við belgjum okkur út af koffíni framleiðir líkaminn minna af hýdrókortisóni. Því er rétt að bíða þar til eftir klukkan 10 með að drekka kaffi.
Ef þú byrjar daginn á að skoða tölvupóstinn þinn færðu þá tilfinningu að þú hafir ekki náð að klára daginn áður og það er ekki góð byrjun á nýjum degi.
Það er sóun á kröftum heilans snemma að morgni að hugsa um smáatriði eins og hverju á að klæðast. Veldu frekar fötin daginn áður eða keyptu bara fimm alveg eins jakkaföt eða dragtir og vandinn er úr sögunni.
Finnst þér erfitt að vakna á veturna? Það er vegna þess að líkaminn framleiðir efnið melatónín sem gerir þig þreytta(n) þegar það er dimmt. Það er því bara að fara út og njóta sólarinnar og birtunnar á meðan hægt er.
Maður hressist og vaknar við að hreyfa sig, þannig er það bara. Ekki er nú verra að hlaupa smá hring áður en morgunmaturinn er innbyrtur.