fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Heilsuráð stjarnanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 22:30

Samsett mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnurnar hafa margar hverjar mikinn áhuga á heilbrigðu líferni. Þær eru duglegar að deila heilsuvenjum sínum í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Hér gefur að líta nokkur heilsuráð stjarnanna.

Mynd/Getty

Meghan Markle: Heitt vatn með sítrónu

Uppáhalds millimál Meghan Markle er ristað heilhveitisúrdeigsbrauð með avókadó, salti og pipar og smá ólífuolíu samkvæmt Women’s Health Magazine. Hún byrjar alla morgna á heitu vatni með sítrónu og hafragraut með banana og agave-sírópi.

Mynd/Getty

Gabrielle Union: Vökvi, vökvi, vökvi

Heilsuráð Gabrielle er einfalt. Drekka nægan vökva. Hún reynir að drekka um tvo lítra af vatni á dag. Ef henni fer að leiðast vatnið kreistir hún smá sítrónu út í það.

Mynd/Getty

Jenna Dewan: Súperþeytingur

Leikkonan og dansarinn Jenna Dewan byrjar alla daga á hollum og grænum þeytingi. Hún setur meðal annars kóríander, steinselju og spírulínu í hann. „Þetta er eins og súperfæða fyrir blóðið þitt og frumurnar. Alveg ótrúlegt,“ sagði hún í viðtali við WH.

Mynd/Getty

Selena Gomez: Ekki spá of mikið í vigtina

Til að forðast þráhyggju sleppir Selena Gomez vigtinni og segist bara fylgjast með gallabuxunum. Ef hún tekur eftir því að uppáhalds gallabuxurnar passa ekki eins og venjulega þá er kannski tími til að hreyfa sig aðeins meira eða borða minna salt.

Mynd/Getty

Jennifer Aniston: Ekki neita þér um huggunarmat

Þó svo að Jennifer Aniston fylgi nokkuð hollu og ströngu mataræði, þá neitar hún sér ekki um huggunarmat (e. comfort food), eins og pasta. En venjulega borðar hún „einhvers konar grænmeti eða salat með próteini“, sagði hún í viðtali við Elle.

Busy Phillips: Byrjaðu daginn á kröftugum kaffibolla

Busy Phillips byrjar daginn á Bulletproof-kaffi sem samanstendur af kaffi, tveimur matskeiðum af smjöri eða smjörolíu, matskeið af Brain Octane Oil og tveimur skeiðum af kollagen-próteindufti. Hún segir drykkinn hjálpa meltingunni og halda húðinni hreinni.

Mynd/Getty

Gwyneth Paltrow: Próteinríkur þeytingur

Í þætti af Harper‘s Bazaar‘s Food Diaries sagði Gwyneth Paltrow frá því að hún fær sér próteinríkan þeyting á hverjum degi og hnetusmjörsstangir í millimál. Til að byrja daginn skolar hún munninn með lífrænni kókosolíu.

Mynd/Getty

Goldie Hawn: Hafðu hugann við matinn

Goldie Hawn er sjötug. Hennar mikilvægasta heilsuráð er að vera með hugann við það þegar þú ert að borða. Vera í núinu, hlusta á líkamann og þekkja tilfinninguna þegar þú ert svöng eða södd.

Mynd/Getty

Jessica Alba: Allar máltíðir í jafnvægi

Leikkonan passar að hver máltíð innihaldi prótein, fitu, trefjar og grænt grænmeti. Hún byrjaði að tileinka sér þessa aðferð eftir að fá aðstoð frá heilsuþjálfanum Kelly LeVeque.

Mynd/Getty

Kourtney Kardashian: Svindlar á ketó

Raunveruleikastjarnan fylgir ketó mataræði en segir að lykillinn sé að svindla á því tvisvar á dag. „Ég svindla tvisvar á dag með einhverju sætu eftir hádegismat og kvöldmat,“ sagði hún á vefsíðu sinni Poosh.com.

Ellie Goulding: Plöntumiðað fæði

Söngkonan hefur verið vegan í þó nokkur ár. „Því meira sem ég læri um mannslíkamann, því meira vil ég hugsa um hann,“ segir hún. Hún stundar einnig hreyfingu af kappi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug