fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fókus

Ágústa Johnson segir auglýsingar sem tali um kíló skili fleiri símtölum

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 29. ágúst 2020 08:30

Ágústa Johnson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Johnson sagði í helgarviðtali við DV 21. ágúst sl. að heilsan sé aldrei mikilvægari en á tímum sem þessum og nú þurfi allir að horfa í eigin barm. „Mér finnst vanta inn í umræðuna um COVID­19 að partur af lausninni er heilsu­ræktin. Það sem við höfum lært er að fólk með undirliggj­andi sjúkdóma, lífsstílssjúk­dóma eins og sykursýki tvö, háþrýsting, offitu og annað slíkt, á erfiðara með að glíma við COVID­19 sjúkdóminn. Vissulega viljum við forð­ast smit en megum ekki loka okkur af, það þarf að sinna heilsunni, hún má aldrei sitja á hakanum. Það þarf að hugsa heilsurækt sem forvörn.“

Ágústa á ekki í vandræðum með að segja hlutina eins og þeir eru. „Við megum ekki gleyma stóru myndinni í for­vörnum, við þurfum að byggja upp mótstöðu líkamans. Hver og einn þarf að hugsa fyrir sig, hvernig líður mér með mig? Hvernig er orkan mín og heilsan? Þarf ég að gera eitthvað í mínum málum? Það er ótal margt sem fólk getur gert. Ég er ekki að tala um út­lit heldur heilbrigði.“

Ágústa bendir á að þótt heil­brigði snúist alls ekki um kíló sé það oft leiðin til að fá fólk til að takast á við heilsubresti sína. „Frá því að ég byrjaði í þessum bransa hefur það ver­ið segin saga að ef Hreyfing auglýsir námskeið með texta á borð við „Viltu missa 10 kíló?“ þá stoppar ekki síminn, en ef það er orðað án kílóa, til dæm­is „Viltu byggja upp heilsuna og auka hreysti?“ þá hringja kannski fimm eða tíu í stað tvö hundruð. Ef við tölum um að grennast í auglýsingum þá kemur fólk þó og bætir heils­una í leiðinni. Ég er fyrsta manneskjan sem er til í að breyta þessu í hugum fólks en þessi „diet“ iðnaður á heimsvísu veltir skrilljónum og það virðast margir tilbúnir til að fara stystu leiðina til að líta vel út. Hvatinn til að byrja í ræktinni tengist því gjarnan að vilja missa kíló, það ætti auðvitað alls ekki að vera þannig. Það að tala um að styrkja hjarta­ og æðakerfið sitt ætti að duga. Það er heilsan sem skiptir máli, ekki að allir séu settir í sama form,“ segir Ágústa og segist bjartsýn á að lands­menn taki nú til óspilltra málanna við að efla sínar eigin varnir með því að setja heilsuna í fyrsta sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir

Ungfrú Ísland 2025 verður krýnd í kvöld – Þetta eru keppendurnir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí

Dagur í lífi Natalíu Gunnlaugs sem einkaþjálfara í Dúbaí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun