fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

„Ég lít alls ekki svona út núna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 12:30

Jesy Nelson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jesy Nelson, meðlimur hljómsveitarinnar Little Mix, opnar sig um vaxtarlag sitt. Hún deilir mynd á Instagram og segir að hún líti ekki svona út núna. Undanfarnar vikur hefur hún bætt á sig rúmlega sex kílóum.

Myndin er frá því að hún var að taka upp nýtt tónlistarmyndband með Little Mix fyrir lagið Holiday.

„Bara svo þið vitið þá lít ég alls ekki svona út núna. Síðan við tókum upp myndbandið hef ég þyngst um sex kíló því ég hef borðað allt sem mig lystir og notið lífsins í botn,“ segir Jesy.

https://www.instagram.com/p/CEaBVe1HlwW/

„Fyrir ykkur sem eruð að kljást við erfiðar hugsanir varðandi líkama ykkar, þá vil ég að þið vitið af mér hérna með litlu bumbuna mína og þybbnu kinnar. Munið að við erum öll mennsk og við eigum okkar góðu daga þar sem okkur líður vel með okkur sjálf, og okkar slæmu daga þar sem okkur líður ömurlega. Þið eruð öll falleg á eigin hátt,“ segir hún.

Jesy deildi síðan nýrri mynd af sér með færslunni sem sýnir breytingarnar á líkama hennar.

Hin myndin sem Jesy deildi.

Fylgjendur hennar tóku færslunni fagnandi og hafa rúmlega 500 þúsund manns líkað við hana.

Þú getur horft á nýja tónlistarmyndband Little Mix hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!

Svörtu tungurnar bjóða upp Ask Yggdrasils til styrktar Mottumars!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“